Innlent

Rútuslys á Ítalíu

Kristján Hjálmarsson skrifar
Frá slysstað í kvöld
Frá slysstað í kvöld mynd/afp
Að minnsta kosti 30 létust þegar rúta hrapaði þrjátíu metra fram af klettabrún í Avellino-héraðinu á suðurhluta Ítalíu í kvöld.

 
Rútan keyrði á nokkra bíla áður en hún fór fram af fjallsbrúninni og hrapaði. Um 40 farþegar voru um borð og létust 30 þeirra, þar á meðal bílstjórinn og börn. 
 
Í fyrstu var talið að sjö hefðu farist en tala látinna hefur hækkað eftir því sem liðið hefur á kvöldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×