Fótbolti

Van Persie: Þýskaland búið að ná Hollandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/Nordic Photos/Getty
Robin van Persie, framherji Manchester United og hollenska landsliðsins, segir að Þjóðverjar séu búnir að ná löndum sínum í því að framleiða unga fótboltamenn.

Robin van Persie er uppalinn hjá Excelsior og lék áður með Feyenoord og Arsenal en hann kom til Englands 21 árs gamall. Hann lék fyrst með aðalliði Feyenoord 18 ára.

„Þetta verður allt að byrja í unglingastarfinu. Við erum að standa okkur vel hvað varðar þjálfara og æfingar hjá ungum leikmönnum en Þjóðverjar hafa samt náð okkur," sagði Robin van Persie við onsoranje.nl.

„Þjóðverjar nutu góðs af miklum gróða sínum af HM 2006 og ég held að þeir hafi dælt meira en milljón evrum inn í unglingastarfið sitt. Þetta hefur skilað mjög góðri kynslóð knattspyrnumanna í Þýskalandi," sagði Van Persie.

„Við þurfum að taka sömu skref í Hollandi því það bíða fullt af efnilegum leikmönnum handan við hornið," sagði Van Persie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×