Fótbolti

Spánverjar aftur á beinu brautina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Pedro tryggði Spánverjum 1-0 sigur á Frökkum í uppgjöri toppliðanna í I-riðli í undankeppni HM 2014 í kvöld.

Spánn gerði óvænt 1-1 jafntefli við Finna fyrir helgi og var tveimur stigum á eftir Frökkum fyrir leik liðanna í kvöld.

Pedro skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik af stuttu færi eftir fyrrigjöf Nacho Monreal.

Frakkinn Paul Pogba fékk að líta rauða spjaldið í kvöld eftir að hafa fengið tvær áminningar með skömmu millibili.

Spánn og Frakkland eru með afgerandi forystu á önnur lið í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×