Fótbolti

Danir misstigu sig | Balotelli með tvö

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Danir náðu ekki að fylgja eftir góðum útisigri gegn Tékkum í síðustu viku er þeir mættu Búlgaríu í Kaupmannahöfn í kvöld.

Niðurstaðan var 1-1 jafntefli en Búlgarar komust yfir í leiknum með marki Stanislav Manolev. Daniel Agger jafnaði metin úr vítaspyrnu en bæði mörkin voru skoruð í síðari hálfleik.

Danir eru með sex stig eftir fimm leiki og sitja í fórða sæti B-riðils. Sigurinn gegn Tékkum er eini sigur Dana til þessa í keppninni.

Ítalía er á toppi riðilsins með tólf stig eftir 2-0 sigur á Möltu. Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×