Fótbolti

Svekkjandi tap hjá Zulte Waregem

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ólafur Ingi Skúlason og félagar hans í Zulte Waregem misstu af tækifæri í dag til að ná fjögurra stiga forystu á toppi belgísku úrvalsdeildarinnar.

Fyrr í dag tapaði Anderlecht, sem er í öðru sæti, fyrir Club Brugge. Zulte hefði getað náð fjögurra stiga forystu á toppnum en tapaði fyrir Standard Liege á útivelli nú síðdegis.

Zulte heldur þó eins stigs forystu á toppnum þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.

Ólafur Ingi Skúlason var ónotaður varamaður í liði Zulte Waregem í dag.


Tengdar fréttir

Það reiknaði enginn með okkur

Zulte Waregem hefur komið öllum sparkspekingum í Belgíu í opna skjöldu en liðið trónir á toppi deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu. Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason segir að ungir og stórefnilegir leikmenn liðsins hafi fleytt þv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×