Það reiknaði enginn með okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. apríl 2013 06:30 Ólafur Ingi í leik með Zulte Waregem. Hann hefur komið við sögu í flestum leikjum liðsins og skorað í þeim eitt mark.nordicphotos/getty Zulte Waregem er ekki þekkt nafn í evrópskri félagsliðaknattspyrnu og hingað til hefur það heldur ekki verið þekkt sem stórveldi í belgískri knattspyrnu – langt í frá. Engu að síður hafa Ólafur Ingi Skúlason og félagar hans náð ótrúlegum árangri á tímabilinu og tróna nú á toppnum þegar fáeinar vikur eru eftir. Zulte Waregem hefur aldrei orðið belgískur meistari og lék sitt fyrsta tímabil í efstu deild þar í landi 2005-6. Það tímabil varð félagið bikarmeistari en það er eini stóri titillinn í sögu félagsins. „Það er búið að ganga lygilega vel hjá okkur allt tímabilið,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið en Árbæingurinn Ólafur Ingi kom til félagsins frá SönderjyskE í Danmörku árið 2011. „Flestir hér í Belgíu áttu von á því að þetta myndi fjara út hjá okkur í meistaraumspilinu en það er fjarri lagi. Við höfum verið óheppnir að hafa ekki náð fleiri stigum, ef eitthvað er,“ segir hann. Keppnisfyrirkomulagið í Belgíu er ólíkt hefðbundinni deildarkeppni þar sem að lokinni hefðbundinni tvöfaldri umferð fara sex efstu liðin áfram í sérstakt umspil þar sem þau mætast innbyrðis, heima og heiman, í hreinni baráttu um titilinn. Þar trónir Zulte Waregem á toppnum nú þegar umspilið er hálfnað og er liðið með eins stigs forystu á Anderlecht eftir að hafa unnið leik liðanna um síðustu helgi, 2-1. „Þetta fyrirkomulag þýðir að það eru toppleikir í hverri einustu viku og það þarf því að halda rétt á spilunum. Þetta er þéttur pakki og getur verið fljótt að breytast. Við þurfum því að halda okkur á jörðinni,“ segir hann.Aldrei lent í lægð Árangur liðsins má fyrst og fremst skýra með því að í liðinu eru margir ungir og gríðarlega efnilegir leikmenn sem hafa skarað fram úr væntingum flestra. Þar fara fremstir í flokki Thorgan Hazard, bróðir Eden hjá Chelsea, og Junior Malanda. Sá fyrrnefndi spilar nú sem lánsmaður frá Chelsea en Malanda, sem er aðeins átján ára gamall, kom frá Lille síðastliðið sumar þar sem hann spilaði með varaliðinu. Báðum hefur verið lýst sem stórefnilegum leikmönnum sem muni láta til sín taka hjá stórliðum Evrópu í framtíðinni. Undir þetta tekur Ólafur Ingi. „Í janúar í fyrra komu tveir eldri og reyndari leikmenn frá Standard Liege sem styrktu liðið mikið. Svo í sumar komu ungir leikmenn sem hafa staðið sig frábærlega í vetur. Þeir hafa verið sérstaklega stöðugir og því hefur liðið í raun aldrei lent í neinni lægð – auk þess sem við höfum í raun sloppið algerlega við meiðsli leikmanna. Það skiptir miklu máli því við erum ekki með stóran hóp,“ segir Ólafur Ingi „Þetta eru 19-20 ára strákar sem hafa sannað sig á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Við erum svo með góða eldri leikmenn líka og góða blöndu í liðinu.“ Hann segir að liðið hafi líka fengið tvo unga leikmenn á láni frá Anderlecht sem hafi ekki komist í hóp þar. „Nú eru þeir lykilmenn í liði sem er fyrir ofan Anderlecht. Það er fyndið að hugsa til þess.“Hazard hefur verið frábær Ólafur Ingi segir að Malanda hafi komið inn í liðið af miklum krafti. „Hann spilar í minni stöðu og eftir að ég hafði verið í byrjunarliðinu fyrstu sex leikina sló hann mig út úr liðinu,“ segir Ólafur Ingi. „Hann er tröll af manni. Við erum svipað hávaxnir en hann er fimmtán kílóum þyngri. Hann var fenginn til liðsins sem varnarmaður en kom inn á miðjuna þar sem hann hefur vaxið og dafnað. Junior var nálægt því að fara í janúar eftir að það kom gott tilboð í hann frá Englandi en það gekk ekki í gegn,“ sagði Ólafur. „Svo er Thorgan [Hazard] búinn að vera frábær. Hann er miklu betri en ég hélt og þorði að vona.Hann hefur verið okkar besti leikmaður, sérstaklega eftir áramót. Ég held að hann geti orðið ótrúlega öflugur.“ Ólafur Ingi vonast til að þessir tveir og aðrir leikmenn liðsins freistist til að taka eitt ár í viðbót með liðinu ef liðið verður meistari í vor og vinnur sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.Erfitt fyrir mig að kvarta Eins og áður segir missti Ólafur Ingi sæti sitt í byrjunarliðinu í haust en hefur þó spilað reglulega með liðinu allt tímabilið. „Mér finnst ég hafa staðið mig vel þegar ég hef fengið að spila en þegar liðinu gengur svona vel get ég í raun ekki kvartað, þó svo að maður sé auðvitað fúll yfir því að vera á bekknum,“ segir hann. „Ég hef þó aldrei upplifað stöðu mína þannig að ég sé fyrir utan liðið. Ég legg mitt af mörkum og finn að mér er treyst fyrir því sem mér er ætlað að gera.“ Ólafur Ingi skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning og segir hann að það hafi sent ákveðin skilaboð. „Þeir hljóta að vera ánægðir með eitthvað. Ég sé líka fram á spennandi ár hér, sérstaklega ef við vinnum deildina í vor.“ Fótbolti Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Zulte Waregem er ekki þekkt nafn í evrópskri félagsliðaknattspyrnu og hingað til hefur það heldur ekki verið þekkt sem stórveldi í belgískri knattspyrnu – langt í frá. Engu að síður hafa Ólafur Ingi Skúlason og félagar hans náð ótrúlegum árangri á tímabilinu og tróna nú á toppnum þegar fáeinar vikur eru eftir. Zulte Waregem hefur aldrei orðið belgískur meistari og lék sitt fyrsta tímabil í efstu deild þar í landi 2005-6. Það tímabil varð félagið bikarmeistari en það er eini stóri titillinn í sögu félagsins. „Það er búið að ganga lygilega vel hjá okkur allt tímabilið,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið en Árbæingurinn Ólafur Ingi kom til félagsins frá SönderjyskE í Danmörku árið 2011. „Flestir hér í Belgíu áttu von á því að þetta myndi fjara út hjá okkur í meistaraumspilinu en það er fjarri lagi. Við höfum verið óheppnir að hafa ekki náð fleiri stigum, ef eitthvað er,“ segir hann. Keppnisfyrirkomulagið í Belgíu er ólíkt hefðbundinni deildarkeppni þar sem að lokinni hefðbundinni tvöfaldri umferð fara sex efstu liðin áfram í sérstakt umspil þar sem þau mætast innbyrðis, heima og heiman, í hreinni baráttu um titilinn. Þar trónir Zulte Waregem á toppnum nú þegar umspilið er hálfnað og er liðið með eins stigs forystu á Anderlecht eftir að hafa unnið leik liðanna um síðustu helgi, 2-1. „Þetta fyrirkomulag þýðir að það eru toppleikir í hverri einustu viku og það þarf því að halda rétt á spilunum. Þetta er þéttur pakki og getur verið fljótt að breytast. Við þurfum því að halda okkur á jörðinni,“ segir hann.Aldrei lent í lægð Árangur liðsins má fyrst og fremst skýra með því að í liðinu eru margir ungir og gríðarlega efnilegir leikmenn sem hafa skarað fram úr væntingum flestra. Þar fara fremstir í flokki Thorgan Hazard, bróðir Eden hjá Chelsea, og Junior Malanda. Sá fyrrnefndi spilar nú sem lánsmaður frá Chelsea en Malanda, sem er aðeins átján ára gamall, kom frá Lille síðastliðið sumar þar sem hann spilaði með varaliðinu. Báðum hefur verið lýst sem stórefnilegum leikmönnum sem muni láta til sín taka hjá stórliðum Evrópu í framtíðinni. Undir þetta tekur Ólafur Ingi. „Í janúar í fyrra komu tveir eldri og reyndari leikmenn frá Standard Liege sem styrktu liðið mikið. Svo í sumar komu ungir leikmenn sem hafa staðið sig frábærlega í vetur. Þeir hafa verið sérstaklega stöðugir og því hefur liðið í raun aldrei lent í neinni lægð – auk þess sem við höfum í raun sloppið algerlega við meiðsli leikmanna. Það skiptir miklu máli því við erum ekki með stóran hóp,“ segir Ólafur Ingi „Þetta eru 19-20 ára strákar sem hafa sannað sig á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Við erum svo með góða eldri leikmenn líka og góða blöndu í liðinu.“ Hann segir að liðið hafi líka fengið tvo unga leikmenn á láni frá Anderlecht sem hafi ekki komist í hóp þar. „Nú eru þeir lykilmenn í liði sem er fyrir ofan Anderlecht. Það er fyndið að hugsa til þess.“Hazard hefur verið frábær Ólafur Ingi segir að Malanda hafi komið inn í liðið af miklum krafti. „Hann spilar í minni stöðu og eftir að ég hafði verið í byrjunarliðinu fyrstu sex leikina sló hann mig út úr liðinu,“ segir Ólafur Ingi. „Hann er tröll af manni. Við erum svipað hávaxnir en hann er fimmtán kílóum þyngri. Hann var fenginn til liðsins sem varnarmaður en kom inn á miðjuna þar sem hann hefur vaxið og dafnað. Junior var nálægt því að fara í janúar eftir að það kom gott tilboð í hann frá Englandi en það gekk ekki í gegn,“ sagði Ólafur. „Svo er Thorgan [Hazard] búinn að vera frábær. Hann er miklu betri en ég hélt og þorði að vona.Hann hefur verið okkar besti leikmaður, sérstaklega eftir áramót. Ég held að hann geti orðið ótrúlega öflugur.“ Ólafur Ingi vonast til að þessir tveir og aðrir leikmenn liðsins freistist til að taka eitt ár í viðbót með liðinu ef liðið verður meistari í vor og vinnur sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.Erfitt fyrir mig að kvarta Eins og áður segir missti Ólafur Ingi sæti sitt í byrjunarliðinu í haust en hefur þó spilað reglulega með liðinu allt tímabilið. „Mér finnst ég hafa staðið mig vel þegar ég hef fengið að spila en þegar liðinu gengur svona vel get ég í raun ekki kvartað, þó svo að maður sé auðvitað fúll yfir því að vera á bekknum,“ segir hann. „Ég hef þó aldrei upplifað stöðu mína þannig að ég sé fyrir utan liðið. Ég legg mitt af mörkum og finn að mér er treyst fyrir því sem mér er ætlað að gera.“ Ólafur Ingi skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning og segir hann að það hafi sent ákveðin skilaboð. „Þeir hljóta að vera ánægðir með eitthvað. Ég sé líka fram á spennandi ár hér, sérstaklega ef við vinnum deildina í vor.“
Fótbolti Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira