Vilja ekki heimila afsal á flugvallarlandi til borgar Kristján Már Unnarsson skrifar 18. desember 2013 19:30 Borgin er að skipuleggja 600-800 íbúðir á suðvesturenda litlu flugbrautarinnar. Stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd Alþingis hafnar því að bæta inn í fjárlagafrumvarpið heimild til að afsala borginni hluta Reykjavíkurflugvallar þar sem ekki er talinn meirihluti fyrir málinu í þinginu. Með þessu kemur Alþingi í veg fyrir að minnstu flugbrautinni verði lokað á næsta ári og landið tekið undir íbúðabyggð. Borgaryfirvöld eru þegar komin vel á veg með að skipuleggja nýtt íbúðahverfi á svæðinu umdeilda sem þau kalla nýja Skerjafjörð en þar er gert ráð fyrir 600-800 íbúðum í fjögurra hæða blokkum. Byggt er á samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, gerðu skömmu fyrir síðustu þingkosningar um að ríkið selji borginni umrætt land.Samkomulagið sem gert var um sölu flugvallarlandsins er háð samþykki Alþingis.Til að selja land í eigu ríkisins þarf samþykki Alþingis og í gildandi fjárlögum er fjármálaráðherra heimilað „að ganga til samninga við Reykjavíkurborg um sölu á hluta eða öllu af því landi ríkisins við Reykjavíkurflugvöll sem er fyrir utan flugvallargirðingu". Samkomulagið miðar við að Isavia færi girðinguna. Þessi heimild rennur hins vegar út núna um áramótin og, - vegna mistaka í fjármálaráðuneyti, - gleymdist að setja inn í fjárlagafrumvarpið í haust endurnýjaða heimild fyrir næsta ár. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 lögðu embættismenn í fjármálaráðuneytinu nýlega til við fjárlaganefnd að þetta yrði lagfært með því að bæta eftirfarandi heimild inn: Að afsala Reykjavíkurborg hluta eða öllu af því landi ríkisins við Reykjavíkurflugvöll sem er fyrir utan flugvallargirðingu. Stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd hafnaði hins vegar þessari tillögu, og sagði einn nefndarmanna að þar hefði ráðið það mat að ekki væri meirihlutastuðningur á Alþingi fyrir því að selja land flugvallarins. Áform innanríkisráðherra, um að loka litlu flugbrautinni á næsta ári, virðast því ekki ætla að ná fram að ganga. Sú stefna forsætisráðherra, að ekki verði hróflað við landi flugvallarins, virðist ætla að verða ofan á. Tengdar fréttir Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04 Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd Alþingis hafnar því að bæta inn í fjárlagafrumvarpið heimild til að afsala borginni hluta Reykjavíkurflugvallar þar sem ekki er talinn meirihluti fyrir málinu í þinginu. Með þessu kemur Alþingi í veg fyrir að minnstu flugbrautinni verði lokað á næsta ári og landið tekið undir íbúðabyggð. Borgaryfirvöld eru þegar komin vel á veg með að skipuleggja nýtt íbúðahverfi á svæðinu umdeilda sem þau kalla nýja Skerjafjörð en þar er gert ráð fyrir 600-800 íbúðum í fjögurra hæða blokkum. Byggt er á samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, gerðu skömmu fyrir síðustu þingkosningar um að ríkið selji borginni umrætt land.Samkomulagið sem gert var um sölu flugvallarlandsins er háð samþykki Alþingis.Til að selja land í eigu ríkisins þarf samþykki Alþingis og í gildandi fjárlögum er fjármálaráðherra heimilað „að ganga til samninga við Reykjavíkurborg um sölu á hluta eða öllu af því landi ríkisins við Reykjavíkurflugvöll sem er fyrir utan flugvallargirðingu". Samkomulagið miðar við að Isavia færi girðinguna. Þessi heimild rennur hins vegar út núna um áramótin og, - vegna mistaka í fjármálaráðuneyti, - gleymdist að setja inn í fjárlagafrumvarpið í haust endurnýjaða heimild fyrir næsta ár. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 lögðu embættismenn í fjármálaráðuneytinu nýlega til við fjárlaganefnd að þetta yrði lagfært með því að bæta eftirfarandi heimild inn: Að afsala Reykjavíkurborg hluta eða öllu af því landi ríkisins við Reykjavíkurflugvöll sem er fyrir utan flugvallargirðingu. Stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd hafnaði hins vegar þessari tillögu, og sagði einn nefndarmanna að þar hefði ráðið það mat að ekki væri meirihlutastuðningur á Alþingi fyrir því að selja land flugvallarins. Áform innanríkisráðherra, um að loka litlu flugbrautinni á næsta ári, virðast því ekki ætla að ná fram að ganga. Sú stefna forsætisráðherra, að ekki verði hróflað við landi flugvallarins, virðist ætla að verða ofan á.
Tengdar fréttir Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04 Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04
Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11