Enski boltinn

Mikilvægur sigur hjá Kára og félögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason. Nordic Photos / Getty Images
Kári Árnason spilaði allan leikinn þegar að Rotherham hafði betur gegn AFC Wimbledon í ensku D-deildinni í dag, 1-0.

Alex Revell skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu en með sigrinum komst Rotherham í 64 stig. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá þriðja sætinu.

Þrjú efstu liðin komast beint upp í ensku C-deildina en liðin í 4.-7. sæti fara í umspilskeppni um eitt laust sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×