Enski boltinn

Mark Dzeko nóg fyrir City

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Negredo, Dzeko og Kompany fanga marki Bosníumannsins í kvöld.
Negredo, Dzeko og Kompany fanga marki Bosníumannsins í kvöld. Nordicphotos/Getty
Aldrei þessu vant bauð Manchester City ekki upp á markaveislu á Etihad-vellinum en nældi engu að síður í þrjú stig.

Crystal Palace sótti City heim í dag og ætluðu gestirnir undir stjórn Tony Pulis að selja sig dýrt. Þeir vörðust af krafti enda hafa þeir sýnt að það geta þeir vel gert. Palace hafði haldið hreinu í fimm leikjum af síðustu átta.

City réð ferðinni frá upphafi til enda en markið lét bíða eftir sér. Um miðjan síðari hálfleikinn skoraði Edin Dzeko með skoti úr teignum eftir undirbúning Jesus Navas. Heimamenn fögnuðu vel en þeir hafa verið óstöðvandi á heimavelli í vetur.

Palace komst í tvígang nærri því að skora með skotum utan teigs en Joe Hart var vel á verði í markinu. City nældi því í stigin þrjú en Palace á hrós skilið fyrir agaðan varnarleik sinn.

Með sigrinum komst City á topp deildarinnar með 41 stig en Arsenal á leik til góða gegn Newcastle á morgun. Palace er í 17. sæti deildarinn með 16 stig líkt og Fulham en betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×