Sport

Getur sparað sig fyrir úrslitahlaupið

Í fyrra náði Aníta Hinriksdóttir frábærum árangri á HM U-19 í frjálsum þrátt fyrir að vera þremur árum yngri en elstu keppendur mótsins. Hún hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa bætt Íslandsmet sitt í 800 m hlaupi í bæði undanrásum og undanúrslitum.

„Það er því ekki skrýtið að hún hafi ekki náð sínu besta fram í úrslitahlaupinu enda fylgir því mikið álag að hlaupa þrisvar af fullum krafti á sama mótinu,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu.

Aníta hefur bætt sig um rúmar fjórar sekúndur frá því í fyrra, en hún keppir á HM U-17 og EM U-19 síðar í þessum mánuði.

„Hún er orðin það sterk núna að hún á að geta farið í gegnum fyrstu tvö hlaupin án þess að leggja mjög hart að sér og þannig sparað sig fyrir úrslitahlaupið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×