Erlent

"Einn draumur, eitt lið" - Króatar komnir í ESB

Boði Logason skrifar
Það var magt um manninn í miðborg Zagreb í gærkvöldi
Það var magt um manninn í miðborg Zagreb í gærkvöldi Mynd/AFP
Króatía varð í gærkvöldi tuttugasta og áttunda ríkið sem gengur í Evrópusambandið.  Króatía sótti um aðild árið 2003 og hefur síðustu sjö ár þurft að taka verulega til í ríkisfjármálum til að uppfylla skilyrði Evrópusambandsins.

José Manúel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, bauð um tuttugu þúsund Króata velkomna í sambandið á torgi í höfuðborginni Zagreb á miðnætti.

Stuttu síðar var einkennissöngur sambandsins,Óður til gleðinnar, eftir Beethoven leikinn og flugeldar lýstu upp næturbjartan himininn.

Forseti Litháens afhenti forseta Króatíu þess treyju í gærkvöldi. „Einn draumur, eitt lið," stendur á henni.Mynd/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×