Fótbolti

Svekkjandi tap hjá Eddu og Ólínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir.
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir. Mynd/Daníel
Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu þegar Chelsea tapaði 1-2 á móti Everton í enska deildarbikarnum í dag. Það munaði engu að Chelsea næði að landa stigi í þessum leik.

Enska landsliðskonan Jill Scott skoraði sigurmark Everton rétt fyrir leikslok eftir að Sofia Jakobsson hafði jafnað metin fyrir Chelsea. Toni Duggan skoraði fyrra mark Everton.

Það var svekkjandi fyrir Chelsea-liðið að fá á sig sigurmark í blálokin en það er ekki hægt að segja að það hafi ekki legið í loftinu. Everton átti bæði stangar- og sláarskot eftir að Chelsea jafnaði og pressaði auk þess mikið á lokakaflanum.

Katrín Ómarsdóttir og félagar í Liverpool unnu 1-0 sigur á Doncaster Belles í gær. Everton og Liverpool hafa bæði fjögur stig í riðlinum eftir tvo leiki en Chelsea og Doncaster Belles eru með eitt stig. Tvö efstu liðin komast í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×