KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar 7. maí 2013 10:23 Silfurskeiðin sá ekki eftir vafasömum söng sínum. Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. Svo allir stuðningsmenn væru með það á hreinu hvernig níðsöngurinn væri setti Silfurskeiðin textann inn á Twitter-síðu sína í fyrra. Söngvar sveitarinnar féllu ekki vel í kramið hjá áhorfendum á KR-vellinum í gær en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þessi stuðningsmannasveit þykir fara langt yfir strikið með söngvum sínum. Framganga stuðningsmannahópsins á Twitter hefur einnig vakið athygli en framkoma þeirra þar ber ekki vott um íþróttamannslega framkomu né virðingu fyrir mótherjum og öðrum er að leiknum koma. Lesa má nokkrar valdar Twitter-færslur hér að neðan. Mörgum Twitter-notendum ofbauð framkoma stuðningsmannanna á KR-vellinum í gær en Silfurskeiðarmenn sáu ekki eftir neinu. Sögðu að þetta væri hluti af leiknum. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, hafði heyrt af málinu og honum var ekki skemmt. "Ég hef heyrt af þessu máli og ég mun kanna hvernig þetta fór fram. Mér finnst það ekki vera sæmandi áhorfendum að vera með slíkan dónaskap ef þetta fór fram eins og menn segja," sagði Þórir við Vísi en eins og hann segir mun hann setja sig í samband við Stjörnumenn vegna málsins. "Mér finnst vera farið yfir strikið með svona orðbragði." Vísir hafði einnig samband Almar Guðmundsson, formann knattspyrnudeildar Stjörnunnar, og bað um hans álit á hegðun stuðningsmannasveitarinnar. Hann baðst undan viðtali og sagðist vera að skoða málið.Ellert Hreinsson fékk kaldar kveðjur er hann skipti úr Stjörnunni. Silfurskeiðin sagði álit sitt á Ellerti í færslu til Hjörvars Hafliðasonar.Silfurskeiðin hafði litlar áhyggjur af leiknum gegn ÍA í fyrra.Dómararnir í körfuboltanum um daginn fengu kaldar kveðjur frá Silfurskeiðinni.KSÍ er ekki í uppáhaldi hjá Silfurskeiðinni.Keflvíkingar eru bjánar segir Silfurskeiðin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. Svo allir stuðningsmenn væru með það á hreinu hvernig níðsöngurinn væri setti Silfurskeiðin textann inn á Twitter-síðu sína í fyrra. Söngvar sveitarinnar féllu ekki vel í kramið hjá áhorfendum á KR-vellinum í gær en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þessi stuðningsmannasveit þykir fara langt yfir strikið með söngvum sínum. Framganga stuðningsmannahópsins á Twitter hefur einnig vakið athygli en framkoma þeirra þar ber ekki vott um íþróttamannslega framkomu né virðingu fyrir mótherjum og öðrum er að leiknum koma. Lesa má nokkrar valdar Twitter-færslur hér að neðan. Mörgum Twitter-notendum ofbauð framkoma stuðningsmannanna á KR-vellinum í gær en Silfurskeiðarmenn sáu ekki eftir neinu. Sögðu að þetta væri hluti af leiknum. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, hafði heyrt af málinu og honum var ekki skemmt. "Ég hef heyrt af þessu máli og ég mun kanna hvernig þetta fór fram. Mér finnst það ekki vera sæmandi áhorfendum að vera með slíkan dónaskap ef þetta fór fram eins og menn segja," sagði Þórir við Vísi en eins og hann segir mun hann setja sig í samband við Stjörnumenn vegna málsins. "Mér finnst vera farið yfir strikið með svona orðbragði." Vísir hafði einnig samband Almar Guðmundsson, formann knattspyrnudeildar Stjörnunnar, og bað um hans álit á hegðun stuðningsmannasveitarinnar. Hann baðst undan viðtali og sagðist vera að skoða málið.Ellert Hreinsson fékk kaldar kveðjur er hann skipti úr Stjörnunni. Silfurskeiðin sagði álit sitt á Ellerti í færslu til Hjörvars Hafliðasonar.Silfurskeiðin hafði litlar áhyggjur af leiknum gegn ÍA í fyrra.Dómararnir í körfuboltanum um daginn fengu kaldar kveðjur frá Silfurskeiðinni.KSÍ er ekki í uppáhaldi hjá Silfurskeiðinni.Keflvíkingar eru bjánar segir Silfurskeiðin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira