Verður bara sætara að klára þetta í Færeyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2013 08:30 Liðsmenn Glentoran reyndu hvað þeir gátu að tefja í fyrri leiknum í Vesturbænum. Uppskeran var markalaust jafntefli sem þeir þáðu með þökkum. Fréttablaðið/Daníel „Það var bara eitt lið á vellinum í sjötíu mínútur í Eyjum,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV. Eyjamenn gerðu 1-1 jafntefli gegn HB frá Færeyjum í fyrri leiknum þrátt fyrir mikla yfirburði. Af íslensku liðunum þremur má segja að staða Eyjamanna sé fyrir fram verst sé horft til úrslita í fyrri leiknum. „Það var okkar klúður að ganga ekki frá fyrri leiknum og viðureigninni í heild sinni. Það verður bara sætara að klára seinni leikinn,“ segir Hermann borubrattur. Eyjamenn flugu til Færeyja í gær og æfðu á keppnisvellinum um kvöldið. Hermann segir mikið í húfi fyrir ÍBV í kvöld og raunar öll íslensku félögin. „Íslensku félögin í heild sinni þurfa að fara áfram og fá fleiri stig til að komast ofar á styrkleikalista UEFA. Við ætlum áfram í næstu umferð og það er mikill hugur í okkur.“Eigum fína möguleika Aldrei áður hafa öll þrjú karlalið Íslands lagt andstæðinga sína að velli sama árið. Möguleikinn er góður en KR-ingar eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Belfast eftir markalaust jafntefli við Glentoran í fyrri leiknum í Vesturbænum. „Við erum mjög bjartsýnir og vonumst til að geta komist áfram. Við eigum fína möguleika en þurfum að eiga góðan leik,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. KR-ingar réðu gangi fyrri leiksins en gekk bölvanlega að skapa sér marktækifæri. „Kannski koma þeir eitthvað framar og þá gæti opnast eitthvað. Úrslit fyrri leiksins eru alls ekki svo slæm. Við þurfum að skora en þeir líka,“ segir Rúnar. KR mætti norður-írska liðinu fyrir þremur árum við sama tilefni. KR vann 3-0 sigur í heimaleiknum en gerði 2-2 jafntefli úti. Sömu úrslit myndu duga Vesturbæingum í kvöld.Ekki bilaðslega reyndir Breiðablik er komið með annan fótinn og rúmlega það í aðra umferð eftir 4-0 sigur á FC Santa Coloma frá Andorra í fyrri leiknum. „Við þurfum að fara auðmjúkir í þetta þó svo að gengið hafi vel í fyrri leiknum. Þessi leikur verður tekinn tökum frá fyrstu mínútu,“ segir Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Blika. Hann segir markmiðið að halda markinu hreinu og fara í leikinn af miklum krafti. „Menn geta ekkert leyft sér að slaka á í Evrópukeppninni. Það er ekki eins og við séum bilað reyndir í Evrópukeppni.“ Leikurinn í Andorra hefst klukkan 15.30, í Færeyjum verður flautað til leiks klukkan 18 og hálftíma síðar á Írlandi. Fylgst verður með gangi mála í öllum leikjunum á Vísi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
„Það var bara eitt lið á vellinum í sjötíu mínútur í Eyjum,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV. Eyjamenn gerðu 1-1 jafntefli gegn HB frá Færeyjum í fyrri leiknum þrátt fyrir mikla yfirburði. Af íslensku liðunum þremur má segja að staða Eyjamanna sé fyrir fram verst sé horft til úrslita í fyrri leiknum. „Það var okkar klúður að ganga ekki frá fyrri leiknum og viðureigninni í heild sinni. Það verður bara sætara að klára seinni leikinn,“ segir Hermann borubrattur. Eyjamenn flugu til Færeyja í gær og æfðu á keppnisvellinum um kvöldið. Hermann segir mikið í húfi fyrir ÍBV í kvöld og raunar öll íslensku félögin. „Íslensku félögin í heild sinni þurfa að fara áfram og fá fleiri stig til að komast ofar á styrkleikalista UEFA. Við ætlum áfram í næstu umferð og það er mikill hugur í okkur.“Eigum fína möguleika Aldrei áður hafa öll þrjú karlalið Íslands lagt andstæðinga sína að velli sama árið. Möguleikinn er góður en KR-ingar eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Belfast eftir markalaust jafntefli við Glentoran í fyrri leiknum í Vesturbænum. „Við erum mjög bjartsýnir og vonumst til að geta komist áfram. Við eigum fína möguleika en þurfum að eiga góðan leik,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. KR-ingar réðu gangi fyrri leiksins en gekk bölvanlega að skapa sér marktækifæri. „Kannski koma þeir eitthvað framar og þá gæti opnast eitthvað. Úrslit fyrri leiksins eru alls ekki svo slæm. Við þurfum að skora en þeir líka,“ segir Rúnar. KR mætti norður-írska liðinu fyrir þremur árum við sama tilefni. KR vann 3-0 sigur í heimaleiknum en gerði 2-2 jafntefli úti. Sömu úrslit myndu duga Vesturbæingum í kvöld.Ekki bilaðslega reyndir Breiðablik er komið með annan fótinn og rúmlega það í aðra umferð eftir 4-0 sigur á FC Santa Coloma frá Andorra í fyrri leiknum. „Við þurfum að fara auðmjúkir í þetta þó svo að gengið hafi vel í fyrri leiknum. Þessi leikur verður tekinn tökum frá fyrstu mínútu,“ segir Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Blika. Hann segir markmiðið að halda markinu hreinu og fara í leikinn af miklum krafti. „Menn geta ekkert leyft sér að slaka á í Evrópukeppninni. Það er ekki eins og við séum bilað reyndir í Evrópukeppni.“ Leikurinn í Andorra hefst klukkan 15.30, í Færeyjum verður flautað til leiks klukkan 18 og hálftíma síðar á Írlandi. Fylgst verður með gangi mála í öllum leikjunum á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti