Íslenski boltinn

"Henrik er fullur af skít“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halldór Orri Björnsson fagnar marki sínu í kvöld.
Halldór Orri Björnsson fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Valli
„Maður var farinn að blóta því að hafa misst leikinn niður í jafntefli. Það er alltaf gaman að koma tilbaka og að skora markið líka, ég lýg því ekkert,“ sagði Gunnar Örn Jónsson hetja Stjörnumanna.

Mark Gunnars Arnar var glæsilegt og hann velti fyrir sér hvort það væri hans flottasta á ferlinum en það tryggði Stjörnunni 2-1 sigur á FH í Pepsi-deild karla í kvöld.

„Ég þarf að sjá það aftur. Ég man ekkert hvernig það var. Það er allt í móðu,“ sagði varamaðurinn.

Henrik Bödker, markmannsþjálfari Stjörnunnar, sagðist hafa viljað að Gunnar Örn gæfi boltann í færi sínu í stað þess að skjóta. Kom það einhvern tímann til greina hjá Gunnari Erni?

„Nei, ég hlusta ekki á Henrik. Hann er fullur af skít. Ég ákvað bara að skjóta,“ sagði Gunnar Örn léttur.

Gunnar Örn viðurkenndi þó að lukkan hefði verið með honum. „Þetta var bara eitthvað út í loftið. Ég var heppinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×