Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - FH 2-1 | Dramatískur sigur Stjörnunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2013 14:39 Mynd/Valli Stjarnan er komið upp að hlið FH-inga í annað sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu eftir 2-1 heimasigur í leik liðanna í kvöld. Varamaðurinn Gunnar Örn Jónsson tryggði Stjörnunni sigur með ótrúlegu marki undir lok viðbótartíma. Í nokkuð jöfnum fyrri hálfleik skoraði Halldór Orri Björnsson eina markið. Atli Jóhannsson sendi þá háan bolta inn á teig FH-inga þar sem Halldór Orri lék á Pétur Viðarsson og skoraði snyrtilega framhjá Róberti Erni í marki gestanna. 1-0 sigrar hafa verið tíðir hjá Garðabæjarliðinu í sumar og það stefndi í einn slíkan. FH-ingar voru mun meira með boltann í síðari hálfleiknum en gekk afar erfiðlega að opna vörn Stjörnunnar. Silfurskeiðin og félagar í stúkunni sáu fram á fimmta 1-0 sigur Garðbæinga í sumar þegar Atli Guðnason jafnaði metin eftir laglegt spil FH-inga. Sam Tillen sendi inn á teiginn og Albert Brynjar skallaði boltann fyrir fætur Atla. Besti maður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð sendi boltann með vinstri fæti af Daníel Laxdal og í boga yfir Arnar Darra í marki Garðbæinga. FH-ingar sóttu af krafti í kjölfarið og þjörmuðu að marki heimamanna sem vonuðust á þeim tímapunkti líklega eftir að halda í stigið eina. Kvöldið varð þó skyndilega betra fyrir bláklædda þegar fjórðu mínútu í viðbótartíma var að ljúka. Enn var miðjumaðurinn Atli Jóhannsson á ferðinni. Nú sendi hann boltann snyrtilega inn á varamanninn Gunnar Örn. Sá beið ekki boðanna heldur hamraði boltann í þaknetið og stuðningsmenn Stjörnunnar ærðust. FH rétt hafði tíma til að taka miðju og þá flautaði Kristinn Jakobsson, ágætur dómari leiksins, til leiksloka. Annar sigur Stjörnunnar á FH í sumar í höfn og hafa Garðbæingar ekki tapað leik síðan í fyrstu umferð í deildinni gegn KR. Stjörnumenn fögnuðu sigrinum dramatíska ógurlega en þeir eru orðnir vanir háspennu undir lok leikja sinna. Með sigrinum komust Stjörnumenn upp að hlið FH-inga með 23 stig í 2.-3. sæti deildarinnar. FH á þó fjögur mörk á Stjörnuna. KR-ingar hafa tveggja stiga forskot á bæði lið og eiga tvo leiki til góða á FH og einn á Stjörnuna. Gunnar Örn: Henryk er fullur af skítJóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar.„Maður var farinn að blóta því að hafa misst leikinn niður í jafntefli. Það er alltaf gaman að koma tilbaka og að skora markið líka, ég lýg því ekkert,“ sagði Gunnar Örn Jónsson hetja Stjörnumanna. Mark Gunnars Arnar var glæsilegt og hann velti fyrir sér hvort það væri hans flottasta á ferlinum. „Ég þarf að sjá það aftur. Ég man ekkert hvernig það var. Það er allt í móðu,“ sagði varamaðurinn. Henryk Bödker, markmannsþjálfari Stjörnunnar, sagðist hafa viljað að Gunnar Örn gæfi boltann í færi sínu í stað þess að skjóta. Kom það einhvern tímann til greina hjá Gunnari Erni? „Nei, ég hlusta ekki á Henryk. Hann er fullur af skít. Ég ákvað bara að skjóta,“ sagði Gunnar Örn léttur. Hann viðurkenndi þó að lukkan hefði verið með honum. „Þetta var bara eitthvað út í loftið. Ég var heppinn.“ Heimir: Reikna með því að styrkja hópinnAtli Guðnason, FH.„Við sýndum þolinmæði en það vantaði samt upp á gæði til að opna þá betur. Við jöfnuðum metin og fengum möguleika til að koma okkur í betri stöðu en nýttum þá ekki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. FH jafnaði metin seint í leiknum og sótti í kjölfarið af krafti. Stjarnan náði þó einni sókn en Heimir sagði sína menn hafa verið óskynsama undir lokin. „Kennie Chopart var með boltann við hliðarlínuna og tveir leikmenn FH í honum. Það átti bara að koma boltanum útaf í innkast. Þá hefði leikurinn væntanlega verið flautaður af,“ sagði Heimir. Þess í stað var boltinn sendur fyrir markið á kollinn á Tryggva Bjarnasyni. Þaðan rataði hann á Gunnar Örn með fyrrnefndum afleiðingum fyrir FH. Félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí og Heimir ætlar að styrkja hópinn. „Ég reikna með því já,“ sagði Heimir en vildi ekki útlista hvaða stöður hann vildi styrkja sérstaklega. Hann sagði FH-inga vera að skoða málin og ekkert væri í sigtinu eins og staðan væri í dag. Dominic Furness og Kristján Gauti Emilsson fóru meiddir af velli í leiknum. Halldór Orri: Gunni er hetjan okkarHalldór Orri Björnsson, besti maður vallarins í Garðbæ í kvöld, minnti á að það væri seigla í Stjörnuliðinu. „Þetta var ótrúlegt. Við höfum hvorki tapað í bikar né deild síðan í fyrstu umferð,“ sagði kantmaðurinn knái. „Það var hrikalega svekkjandi að fá á sig þetta mark á 90. mínútu. Þeir áttu það skilið enda höfðu þeir verið miklu betri en við í seinni hálfleik. Það sást hvað við vorum þreyttir eftir erfiðan leik á sunnudaginn sem fór í framlengingu. En að vinna þetta, það er ekki hægt að lýsa þessu,“ sagði Halldór Orri. Markaskorarinn sagðist hafa hugsað strax við jöfnunarmark FH-inga að Garðbæingar myndu strax skora annað. „Við erum með Tryggva frammi, risastóran og hann þarf ekki að flikka boltanum nema einu sinni og þá erum við sloppnir í gegn. Gunni var svo með frískar lappir og náði að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Halldór Orri. „Gunni er hetjan okkar í dag. Virkilega flott hjá honum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Stjarnan er komið upp að hlið FH-inga í annað sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu eftir 2-1 heimasigur í leik liðanna í kvöld. Varamaðurinn Gunnar Örn Jónsson tryggði Stjörnunni sigur með ótrúlegu marki undir lok viðbótartíma. Í nokkuð jöfnum fyrri hálfleik skoraði Halldór Orri Björnsson eina markið. Atli Jóhannsson sendi þá háan bolta inn á teig FH-inga þar sem Halldór Orri lék á Pétur Viðarsson og skoraði snyrtilega framhjá Róberti Erni í marki gestanna. 1-0 sigrar hafa verið tíðir hjá Garðabæjarliðinu í sumar og það stefndi í einn slíkan. FH-ingar voru mun meira með boltann í síðari hálfleiknum en gekk afar erfiðlega að opna vörn Stjörnunnar. Silfurskeiðin og félagar í stúkunni sáu fram á fimmta 1-0 sigur Garðbæinga í sumar þegar Atli Guðnason jafnaði metin eftir laglegt spil FH-inga. Sam Tillen sendi inn á teiginn og Albert Brynjar skallaði boltann fyrir fætur Atla. Besti maður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð sendi boltann með vinstri fæti af Daníel Laxdal og í boga yfir Arnar Darra í marki Garðbæinga. FH-ingar sóttu af krafti í kjölfarið og þjörmuðu að marki heimamanna sem vonuðust á þeim tímapunkti líklega eftir að halda í stigið eina. Kvöldið varð þó skyndilega betra fyrir bláklædda þegar fjórðu mínútu í viðbótartíma var að ljúka. Enn var miðjumaðurinn Atli Jóhannsson á ferðinni. Nú sendi hann boltann snyrtilega inn á varamanninn Gunnar Örn. Sá beið ekki boðanna heldur hamraði boltann í þaknetið og stuðningsmenn Stjörnunnar ærðust. FH rétt hafði tíma til að taka miðju og þá flautaði Kristinn Jakobsson, ágætur dómari leiksins, til leiksloka. Annar sigur Stjörnunnar á FH í sumar í höfn og hafa Garðbæingar ekki tapað leik síðan í fyrstu umferð í deildinni gegn KR. Stjörnumenn fögnuðu sigrinum dramatíska ógurlega en þeir eru orðnir vanir háspennu undir lok leikja sinna. Með sigrinum komust Stjörnumenn upp að hlið FH-inga með 23 stig í 2.-3. sæti deildarinnar. FH á þó fjögur mörk á Stjörnuna. KR-ingar hafa tveggja stiga forskot á bæði lið og eiga tvo leiki til góða á FH og einn á Stjörnuna. Gunnar Örn: Henryk er fullur af skítJóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar.„Maður var farinn að blóta því að hafa misst leikinn niður í jafntefli. Það er alltaf gaman að koma tilbaka og að skora markið líka, ég lýg því ekkert,“ sagði Gunnar Örn Jónsson hetja Stjörnumanna. Mark Gunnars Arnar var glæsilegt og hann velti fyrir sér hvort það væri hans flottasta á ferlinum. „Ég þarf að sjá það aftur. Ég man ekkert hvernig það var. Það er allt í móðu,“ sagði varamaðurinn. Henryk Bödker, markmannsþjálfari Stjörnunnar, sagðist hafa viljað að Gunnar Örn gæfi boltann í færi sínu í stað þess að skjóta. Kom það einhvern tímann til greina hjá Gunnari Erni? „Nei, ég hlusta ekki á Henryk. Hann er fullur af skít. Ég ákvað bara að skjóta,“ sagði Gunnar Örn léttur. Hann viðurkenndi þó að lukkan hefði verið með honum. „Þetta var bara eitthvað út í loftið. Ég var heppinn.“ Heimir: Reikna með því að styrkja hópinnAtli Guðnason, FH.„Við sýndum þolinmæði en það vantaði samt upp á gæði til að opna þá betur. Við jöfnuðum metin og fengum möguleika til að koma okkur í betri stöðu en nýttum þá ekki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. FH jafnaði metin seint í leiknum og sótti í kjölfarið af krafti. Stjarnan náði þó einni sókn en Heimir sagði sína menn hafa verið óskynsama undir lokin. „Kennie Chopart var með boltann við hliðarlínuna og tveir leikmenn FH í honum. Það átti bara að koma boltanum útaf í innkast. Þá hefði leikurinn væntanlega verið flautaður af,“ sagði Heimir. Þess í stað var boltinn sendur fyrir markið á kollinn á Tryggva Bjarnasyni. Þaðan rataði hann á Gunnar Örn með fyrrnefndum afleiðingum fyrir FH. Félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí og Heimir ætlar að styrkja hópinn. „Ég reikna með því já,“ sagði Heimir en vildi ekki útlista hvaða stöður hann vildi styrkja sérstaklega. Hann sagði FH-inga vera að skoða málin og ekkert væri í sigtinu eins og staðan væri í dag. Dominic Furness og Kristján Gauti Emilsson fóru meiddir af velli í leiknum. Halldór Orri: Gunni er hetjan okkarHalldór Orri Björnsson, besti maður vallarins í Garðbæ í kvöld, minnti á að það væri seigla í Stjörnuliðinu. „Þetta var ótrúlegt. Við höfum hvorki tapað í bikar né deild síðan í fyrstu umferð,“ sagði kantmaðurinn knái. „Það var hrikalega svekkjandi að fá á sig þetta mark á 90. mínútu. Þeir áttu það skilið enda höfðu þeir verið miklu betri en við í seinni hálfleik. Það sást hvað við vorum þreyttir eftir erfiðan leik á sunnudaginn sem fór í framlengingu. En að vinna þetta, það er ekki hægt að lýsa þessu,“ sagði Halldór Orri. Markaskorarinn sagðist hafa hugsað strax við jöfnunarmark FH-inga að Garðbæingar myndu strax skora annað. „Við erum með Tryggva frammi, risastóran og hann þarf ekki að flikka boltanum nema einu sinni og þá erum við sloppnir í gegn. Gunni var svo með frískar lappir og náði að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Halldór Orri. „Gunni er hetjan okkar í dag. Virkilega flott hjá honum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira