Fótbolti

Bandarískur sigur við ótrúlegar aðstæður | Myndir

Bandaríkin og Kosta Ríka spiluðu landsleik í Colorado í gær við frekar erfiðar aðstæður. Mikil snjókoma setti svip sinn á leikinn sem var samt ekki frestað.

Bandaríkjamenn unnu leikinn 1-0 með marki frá fyrirliða sínum, Clint Dempsey.

Skyggni áhorfenda og leikmanna versnaði eftir því sem leið á leikinn en dómarinn frá El Salvador, Joel Aguilar, tók ekki í mál að flauta leikinn af.

Myndirnar tala sínu máli en þær má sjá bæði hér uppi og niðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×