Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2013 06:45 Íbúar í Tacloban halda fyrir vit sér til að forðast lyktina af líkum sem liggja meðfram götum og í rústum borgarinnar. Mynd/AP Filippseyjar Fellibylurinn Haiyan skall á austurströnd Filippseyja síðastliðinn föstudag, en umfang eyðileggingarinnar varð þó ekki ljóst fyrr en í gær þegar í ljós kom að allt að 10.000 manns höfðu látið lífið í borginni Tacloban á eyjunni Leyte. Þó hafði ríkisstjórn Filippseyja flutt 800.000 manns af svæðinu áður en veðrið skall á. Einnig hefur heyrst að hundruð ef ekki þúsund séu látin og týnd í nærliggjandi þorpum og eyjum. Ljóst er að fullt umfang eyðileggingarinnar af völdum Haiyan mun ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkurn tíma. Haiyan er mannskæðasti fellibylur sem skollið hefur á Filippseyjum, en íbúar landsins eru ekki óvanir slkum hamförum því um 20 fellibyljir og stormar fara yfir eyjaklasann á hverju ári. Að sögn veðurfræðinga liggja eyjarnar á helstu fellibyljabraut á jörðinni. Auk þess eru Filippseyjar við hinn svokallaða „Eldhring“ Kyrrahafsins, þar sem eldgos og jarðskjálftar eru algeng. Í síðasta mánuði létust 220 manns í jarðskjálfta sem jafnframt skildi eftir sig gífurlega eyðileggingu. Sandy Torotoro sem býr nálægt flugvelli Tacloban sagði við fréttamenn AP að vatnið hefði náð jafn hátt og kókospálmar. Hann sópaðist burt með vatninu ásamt húsinu þar sem hann bjó með konu sinni og átta ára dóttur, en það rifnaði upp af grunninum. „Þegar við vorum í vatninu voru margir sem sveifluðu höndunum og kölluðu á hjálp. En hvað gátum við gert? Við þurftum einnig hjálp.“ Lík héngu í trjám og lágu víða við gangstéttir og í rústum. Brotist var inn í verslanir og bensínstöðvar þar sem fólk leitaði að mat, eldsneyti og hreinu vatni. Á eyjunni Samar hafa 300 manns látið lífið og 2.000 er saknað. Embættismenn þar sögðu sjávarhæð hafa hækkað um sex metra þegar fellibylurinn reið yfir og enn hafði ekki náðst til margra bæja á eynni. Eftir að hafa heimsótt Tacloban á laugardag sagði innanríkisráðherra Filippseyja, Mar Roxas, að öll nútímaþægindi eins og samskiptakerfi, orku- og vatnsveitur væru í lamasessi. „Það er engin leið að hafa samband við fólk“. Forseti Filippseyja, Benigno Aquino III, flaug til Leyte í gær og sagði ríkisstjórnina setja í forgang að koma aftur á orku og samskiptum. Ríkisstjórn Filippseyja hefur einnig samþykkt að taka við hjálp frá bandamönnum sínum í Evrópu og Ameríku. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur skipað Kyrrahafsflotanum að senda skip og flugvélar á svæðið til að styðja leitaraðgerðir og flytja birgðir. Jose Manuel Barroso hefur sent forseta Filippseyja boð um að ESB sé tilbúið að veita aðstoð ef eftir henni verði óskað. Í Kaupmannahöfn í gær var UNICEF að undirbúa sendingu 60 tonna af hjálpargögnum til Filippseyja og er reiknað með að þau komist til eyjanna á þriðjudaginn. Búist er við að fellibylurinn lendi á Norður-Víetnam og Suður-Kína á mánudagsmorgni að staðartíma og er spáð 33-39 metrum á sekúndu. Á vef BBC er sagt frá því að búið sé að flytja 600.000 manns af svæðum í Víetnam sem eru í hættu en íbúar sem eftir eru hafa safnað mat og vatni í stórum stíl og eru búðarhillur að mestu tómar.Íbúar ganga í gegnum rústir heimila, þar sem skip hefur skolast á land í ofsaveðrinu.Mynd/AP Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Filippseyjar Fellibylurinn Haiyan skall á austurströnd Filippseyja síðastliðinn föstudag, en umfang eyðileggingarinnar varð þó ekki ljóst fyrr en í gær þegar í ljós kom að allt að 10.000 manns höfðu látið lífið í borginni Tacloban á eyjunni Leyte. Þó hafði ríkisstjórn Filippseyja flutt 800.000 manns af svæðinu áður en veðrið skall á. Einnig hefur heyrst að hundruð ef ekki þúsund séu látin og týnd í nærliggjandi þorpum og eyjum. Ljóst er að fullt umfang eyðileggingarinnar af völdum Haiyan mun ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkurn tíma. Haiyan er mannskæðasti fellibylur sem skollið hefur á Filippseyjum, en íbúar landsins eru ekki óvanir slkum hamförum því um 20 fellibyljir og stormar fara yfir eyjaklasann á hverju ári. Að sögn veðurfræðinga liggja eyjarnar á helstu fellibyljabraut á jörðinni. Auk þess eru Filippseyjar við hinn svokallaða „Eldhring“ Kyrrahafsins, þar sem eldgos og jarðskjálftar eru algeng. Í síðasta mánuði létust 220 manns í jarðskjálfta sem jafnframt skildi eftir sig gífurlega eyðileggingu. Sandy Torotoro sem býr nálægt flugvelli Tacloban sagði við fréttamenn AP að vatnið hefði náð jafn hátt og kókospálmar. Hann sópaðist burt með vatninu ásamt húsinu þar sem hann bjó með konu sinni og átta ára dóttur, en það rifnaði upp af grunninum. „Þegar við vorum í vatninu voru margir sem sveifluðu höndunum og kölluðu á hjálp. En hvað gátum við gert? Við þurftum einnig hjálp.“ Lík héngu í trjám og lágu víða við gangstéttir og í rústum. Brotist var inn í verslanir og bensínstöðvar þar sem fólk leitaði að mat, eldsneyti og hreinu vatni. Á eyjunni Samar hafa 300 manns látið lífið og 2.000 er saknað. Embættismenn þar sögðu sjávarhæð hafa hækkað um sex metra þegar fellibylurinn reið yfir og enn hafði ekki náðst til margra bæja á eynni. Eftir að hafa heimsótt Tacloban á laugardag sagði innanríkisráðherra Filippseyja, Mar Roxas, að öll nútímaþægindi eins og samskiptakerfi, orku- og vatnsveitur væru í lamasessi. „Það er engin leið að hafa samband við fólk“. Forseti Filippseyja, Benigno Aquino III, flaug til Leyte í gær og sagði ríkisstjórnina setja í forgang að koma aftur á orku og samskiptum. Ríkisstjórn Filippseyja hefur einnig samþykkt að taka við hjálp frá bandamönnum sínum í Evrópu og Ameríku. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur skipað Kyrrahafsflotanum að senda skip og flugvélar á svæðið til að styðja leitaraðgerðir og flytja birgðir. Jose Manuel Barroso hefur sent forseta Filippseyja boð um að ESB sé tilbúið að veita aðstoð ef eftir henni verði óskað. Í Kaupmannahöfn í gær var UNICEF að undirbúa sendingu 60 tonna af hjálpargögnum til Filippseyja og er reiknað með að þau komist til eyjanna á þriðjudaginn. Búist er við að fellibylurinn lendi á Norður-Víetnam og Suður-Kína á mánudagsmorgni að staðartíma og er spáð 33-39 metrum á sekúndu. Á vef BBC er sagt frá því að búið sé að flytja 600.000 manns af svæðum í Víetnam sem eru í hættu en íbúar sem eftir eru hafa safnað mat og vatni í stórum stíl og eru búðarhillur að mestu tómar.Íbúar ganga í gegnum rústir heimila, þar sem skip hefur skolast á land í ofsaveðrinu.Mynd/AP
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira