Innlent

Lögregla elti innbrotsþjófa

Lögreglu var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í austur borginn laust fyrir klukkan fjögur í nótt og hélt þegar á vettvang. Sást þá til þriggja manna sem óku á brott á miklum hraða og yfir gatnamót gegn rauðu ljósi.

Lögregla hóf þegar eftirför og enn óku mennirnir yfir gatnamót á rauðu, uns lögregla náði að stöðva þá. Reyndust tveir mannanna vera aðeins 17 ára og sá þriðji litlu eldri. Ökumaðurinn er auk þess grunaður um akstur undri áhrifum áfengis og voru þeir allir vistaðir í fangageymslum.

Barnaverndaryfirvöldum hefur verið tilkynnt um málið. Ekki liggur fyrir hverju, eða hvort þeir stálu einhverju  í innbrotinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×