"Íslensk hjólhýsahverfi eru slysagildrur" Hrund Þórsdóttir skrifar 20. ágúst 2013 18:45 Hörður Bjarnason hefur lengi flutt hjólhýsi til landsins og hefur mikla þekkingu á þeim. Þrír hafa látist af slysförum í hjólhýsum sínum í Þjórsárdal á þessu ári og Hörður vill opna á umræðu um slysavarnir og reglur í tengslum við hjólhýsanotkun. „Þegar það eru komin tvö þrjú dauðsföll gefur augaleið að það þarf að fara að gera eitthvað,“ segir Hörður. Hann segir hjólhýsin úreldast og verða ónýt eins og önnur farartæki. „Það sem er að gerast núna í okkar þjóðfélagi er að hús sem kannski komu hérna fyrir 30 til 40 árum þau standa ennþá í notkun og það er orðið spurning hvort þetta sé nokkuð vit.,“ segir hann. Hann segir reglur þverbrotnar, til dæmis um að færa skuli hjólhýsin til skoðunar reglulega. Hann vill meiri eftirfylgni og leggur til að sveitarfélög með hjólhýsahverfi láti til sín taka. Þá segir hann hættulegt að fólk byggi kofa, áfasta palla og annað í kringum hjólhýsin sem hamli því að hægt sé að færa þau. Þetta sé auk þess eldsmatur. „Það er verið að leyfa alls konar byggingar í kringum þetta, kofarusl og timburrusl, sem er náttúrulega út í hött,“ segir Hörður. Hann segir mikla hættu fylgja gasnotkun og því sé nauðsynlegt að leiða rafmagn í hjólhýsahverfin. „Svo á fólk náttúrulega ekkert að vera að sofa með gasið á yfir næturnar, það á bara að skrúfa fyrir kútinn. Svo er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að koma sér upp góðum gasskynjara,“ segir hann. Hörður er ekki mótfallinn hjólhýsahverfum og segir þau ódýra og sniðuga lausn til að eignast afdrep fyrir utan bæinn. „En það verður að fara að setja einhverjar reglur, það er alveg ljóst. Við látum ekki fólk deyja bara fyrir slóðaskap.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hörður Bjarnason hefur lengi flutt hjólhýsi til landsins og hefur mikla þekkingu á þeim. Þrír hafa látist af slysförum í hjólhýsum sínum í Þjórsárdal á þessu ári og Hörður vill opna á umræðu um slysavarnir og reglur í tengslum við hjólhýsanotkun. „Þegar það eru komin tvö þrjú dauðsföll gefur augaleið að það þarf að fara að gera eitthvað,“ segir Hörður. Hann segir hjólhýsin úreldast og verða ónýt eins og önnur farartæki. „Það sem er að gerast núna í okkar þjóðfélagi er að hús sem kannski komu hérna fyrir 30 til 40 árum þau standa ennþá í notkun og það er orðið spurning hvort þetta sé nokkuð vit.,“ segir hann. Hann segir reglur þverbrotnar, til dæmis um að færa skuli hjólhýsin til skoðunar reglulega. Hann vill meiri eftirfylgni og leggur til að sveitarfélög með hjólhýsahverfi láti til sín taka. Þá segir hann hættulegt að fólk byggi kofa, áfasta palla og annað í kringum hjólhýsin sem hamli því að hægt sé að færa þau. Þetta sé auk þess eldsmatur. „Það er verið að leyfa alls konar byggingar í kringum þetta, kofarusl og timburrusl, sem er náttúrulega út í hött,“ segir Hörður. Hann segir mikla hættu fylgja gasnotkun og því sé nauðsynlegt að leiða rafmagn í hjólhýsahverfin. „Svo á fólk náttúrulega ekkert að vera að sofa með gasið á yfir næturnar, það á bara að skrúfa fyrir kútinn. Svo er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að koma sér upp góðum gasskynjara,“ segir hann. Hörður er ekki mótfallinn hjólhýsahverfum og segir þau ódýra og sniðuga lausn til að eignast afdrep fyrir utan bæinn. „En það verður að fara að setja einhverjar reglur, það er alveg ljóst. Við látum ekki fólk deyja bara fyrir slóðaskap.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira