Jón Steinar segir gríðarlegt álag á Hæstarétti Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 20. ágúst 2013 15:00 Jón Steinar Gunnlaugsson er fyrrverandi Hæstaréttardómari. mynd/365 Fjöldi mála er alltof mikill hjá Hæstarétti. Þetta kom fram hjá Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi Hæstaréttardómara, í morgunþættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Jón telur að dómarar hafi ekki tækifæri til þess að kynna sér hvert mál og að það vanti mikið á að Hæstiréttur sé í lagi. Hann segir að reynt hafi verið að leysa vandamálið með því að fjölga dómurum við Hæstarétt. Dómarar í Hæstarétti eru nú tólf talsins. Jón Steinar segir að þegar dómurum sé fjölgað, fjölgi um leið þeim málum sem þrír dómarar dæma og nú séu um 70 til 80% allra mála leyst af hendi þriggja dómara. Í máli Jón Steinars kom fram að ætla mætti að fordæmisgildi þeirra dóma sem dæmdir eru af þremur dómurum verði lítið. Hann veltir þeirri spurningu upp hvort að hinir níu dómararnir séu bundnir við slíkan dóm og gefur lítið út á fordæmisgildi slíkra dóma. Jón Steinar segir að Hæstiréttur sé fjölskipaður dómstóll hæfra lögfræðinga, sem eiga að fjalla um þýðingarmestu málin. Hann telur að allir dómarar réttarins ættu alltaf að fjalla um öll mál sem koma fyrir þangað. Að sögn Jóns Steinars er gríðarlegt álag á Hæstarétti og ýmislegt getur farið úrskeiðis. Dómarar hafa alls ekki tækifæri til þess að kynna sér hvert einstakt mál á þann hátt sem nauðsynlegt er.„Rak í rogastans" „Ég skrifaði grein í Úlfljót,sem ég kalla Rogastans, því mig rak í rogastans þegar ég sá hvernig þrír dómarar fóru með kröfugerð í einu máli,“ segir Jón Steinar. Greinin sem Jón Steinar á við birtist í nýjasta tímariti Úlfljóts og fjallar um úrlausn máls Hæstaréttar frá 28. maí síðastliðnum. Í greininni gagnrýnir Jón Steinar Hæstarétt, fyrir þá ákvörðun að allir ákærðu í málinu sem var sakamál, skyldu þurfa að víkja úr dómsal á meðan meðákærðu gáfu skýrslu. Með þessari ákvörðun hafi Hæstiréttur gengið lengra en kröfur ákæruvaldsins stóðu til. Auk þess sem réttindi sakborninga til málsvarna hafi vikið „í þágu sannleiksleitar í sakamálum.“ Jóni Steinari taldist til að árið 2010 þegar hann var enn dómari við Hæstarétt hafi hann verið með yfir 330 mál á sinni könnu. Hann bendir í leiðinni á að starfsdagar dómsins séu aðeins um 200 á ári. Jón Steinar telur að dómarar séu ekki að gefa sig alla í málin eins og er, það hljóti að liggja í augum uppi að að það sé ekki í mannlegu valdi að fara yfir um 300 mál á hverju ári. Jón Steinar segir að með stofnun millidómsstigs hér á landi myndu færri mál fara til Hæstaréttar. Hann segir að þannig eignist Ísland raunverulegan Hæstarétt þar sem menn dæma um 60 til 80 mál á ári. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Fjöldi mála er alltof mikill hjá Hæstarétti. Þetta kom fram hjá Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi Hæstaréttardómara, í morgunþættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Jón telur að dómarar hafi ekki tækifæri til þess að kynna sér hvert mál og að það vanti mikið á að Hæstiréttur sé í lagi. Hann segir að reynt hafi verið að leysa vandamálið með því að fjölga dómurum við Hæstarétt. Dómarar í Hæstarétti eru nú tólf talsins. Jón Steinar segir að þegar dómurum sé fjölgað, fjölgi um leið þeim málum sem þrír dómarar dæma og nú séu um 70 til 80% allra mála leyst af hendi þriggja dómara. Í máli Jón Steinars kom fram að ætla mætti að fordæmisgildi þeirra dóma sem dæmdir eru af þremur dómurum verði lítið. Hann veltir þeirri spurningu upp hvort að hinir níu dómararnir séu bundnir við slíkan dóm og gefur lítið út á fordæmisgildi slíkra dóma. Jón Steinar segir að Hæstiréttur sé fjölskipaður dómstóll hæfra lögfræðinga, sem eiga að fjalla um þýðingarmestu málin. Hann telur að allir dómarar réttarins ættu alltaf að fjalla um öll mál sem koma fyrir þangað. Að sögn Jóns Steinars er gríðarlegt álag á Hæstarétti og ýmislegt getur farið úrskeiðis. Dómarar hafa alls ekki tækifæri til þess að kynna sér hvert einstakt mál á þann hátt sem nauðsynlegt er.„Rak í rogastans" „Ég skrifaði grein í Úlfljót,sem ég kalla Rogastans, því mig rak í rogastans þegar ég sá hvernig þrír dómarar fóru með kröfugerð í einu máli,“ segir Jón Steinar. Greinin sem Jón Steinar á við birtist í nýjasta tímariti Úlfljóts og fjallar um úrlausn máls Hæstaréttar frá 28. maí síðastliðnum. Í greininni gagnrýnir Jón Steinar Hæstarétt, fyrir þá ákvörðun að allir ákærðu í málinu sem var sakamál, skyldu þurfa að víkja úr dómsal á meðan meðákærðu gáfu skýrslu. Með þessari ákvörðun hafi Hæstiréttur gengið lengra en kröfur ákæruvaldsins stóðu til. Auk þess sem réttindi sakborninga til málsvarna hafi vikið „í þágu sannleiksleitar í sakamálum.“ Jóni Steinari taldist til að árið 2010 þegar hann var enn dómari við Hæstarétt hafi hann verið með yfir 330 mál á sinni könnu. Hann bendir í leiðinni á að starfsdagar dómsins séu aðeins um 200 á ári. Jón Steinar telur að dómarar séu ekki að gefa sig alla í málin eins og er, það hljóti að liggja í augum uppi að að það sé ekki í mannlegu valdi að fara yfir um 300 mál á hverju ári. Jón Steinar segir að með stofnun millidómsstigs hér á landi myndu færri mál fara til Hæstaréttar. Hann segir að þannig eignist Ísland raunverulegan Hæstarétt þar sem menn dæma um 60 til 80 mál á ári.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira