Fótbolti

Eiður má fara | Lenti upp á kant við þjálfarann

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Eiður Smári
Eiður Smári Mynd/Gettyimages
Club Brugge hefur gefið Eiði Smára Guðjohnsen grænt ljós að fara frá félaginu fyrir lok félagsskiptagluggans. Samkvæmt forseta Club Brugge, Bart Verhaege eru lið í Tyrklandi og Rússlandi sem hafa sýnt Eiði áhuga.

Bart Verhaege opinberaði í viðtali við Het Laaste Nieuws sem var seinna opinberað í belgíska sjónvarpinu að Eiður Smári hefði lent upp á kant við Juan Carlos Garrido, þjálfara liðsins fyrr í vikunni. Talað var um að Eiður hefði skellt sér út á lífið á fimmtudagskvöldið og var fyrir vikið ekki í leikmannahóp liðsins í kvöld.

Het Laaste Nieuws telur líklegra að Eiður muni fara til Rússlands eða Tyrklands enda lokar félagsskiptaglugginn í flestum löndum á morgun en í Tyrklandi og Rússlandi er hann viku lengri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×