Íslenski boltinn

Frestað á Akranesi

Búið er að fresta öðrum leik í Pepsi-deild karla. Nú er búið að blása af leik ÍA og KR sem átti að hefjast klukkan 18.00.

Völlurinn á Akranesi er meira í átt við sundlaug en knattspyrnuvöll og því verður ekki hægt að spila þar í dag.

Fyrr í dag var frestað leik ÍBV og Vals sem var einstaklega svekkjandi fyrir Valsmenn þar sem þeir voru komnir til Eyja og gætu þurft að dúsa þar eitthvað áfram.

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, sagði óljóst hvenær þessir leikir fara fram. Það væri erfiðara með KR því liðið á enn eftir að spila frestaðan leik gegn Blikum. Það verður því nóg að gera hjá KR á lokasprettinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×