Fótbolti

Enn skora Aron og Alfreð

Eyþór Atli Einarsson skrifar
Alfreð skoraði tvö fyrir Heerenveen í dag
Alfreð skoraði tvö fyrir Heerenveen í dag Nordicphotos/Getty
Aron Jóhannson og Alfreð Finnbogason voru báðir öruggir á vítapunktinum með félagsliðum sínum í dag.

Aron skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 31. mínútu gegn Go Ahead Eagles. Leikurinn endaði 3-0 en AZ bætti við tveimur mörkum í uppbótartíma. Þar voru að verki Svíinn Viktor Elm og Hollendingurinn Steven Berghuis.

Aron var í byrjunarliði AZ í þessum leik en var tekinn út af á 81. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn af varamannabekknum á 78. mínútu.

Alfreð skoraði tvö mörk fyrir Heerenveen gegn Groningen. Leikurinn endaði 4-2 og kom Alfreð Heerenveen yfir 3-2 með marki úr vítaspyrnu. Hann var ekki tilbúinn að láta þar við sitja og bætti við öðru marki á 90. mínútu og gulltryggði sigur sinna manna.

Heerenveen vippar sér upp í þriðja sætið með 11 stig eftir þennan sigur en AZ kemur sér í fimmta sætið stigi á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×