Spurði sjálfan sig að því hvort hann væri nógu góður 15. september 2013 22:45 „Draumaklúbburinn er Manchester United en ég er líka með augun á þýsku, spænsku og ítölsku deildinni. Það eru allt deildir sem ég get séð mig spila í,“ segir landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason. Alfreð, sem spilar með Heerenveen, vonast til þess að komast að hjá toppliði í einu af fjórum stærstu deildum í Evrópu. Hann ber þjálfara sínum, goðsögninni Marco van Basten, vel söguna. „Hann hefur reynst mér frábærlega. Ég held að það sjáist á tölfræði minni. Hann gefur mér frjálsræði inni á vellinum innan agaðra marka. Þannig líður mér best.“ Alfreð segist eiga háleita drauma eins og allir. „Þeir verða að vera það til að geta komist lengra. Ef ég myndi hugsa of mikið um slúðrið yrði ég geðveikur. Galdurinn er að lifa í núinu,“ segir Alfreð. Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt á þremur árum í atvinnumennsku, „Maður eyddi mörgum kvöldstundum, horfði á vegginn og spurði sjálfan sig hvort maður væri ekki nógu góður eða hvað málið væri,“ segir Alfreð um tíma sinn hjá Lokeren í Belgíu. Hann segist ekki eiga í miklum erfiðleikum með að höndla velgengnina. „Að fara í gegnum svo erfiða tíma snemma á ferlinum kenndi mér að höndla velgengni. Ég tek henni með jafnaðargeði. Það er galdurinn til þess að endast sem lengst í þessu á hæsta stigi. Að taka mótbyr og meðbyr með nokkurn veginn sama andliti.“ Fótbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
„Draumaklúbburinn er Manchester United en ég er líka með augun á þýsku, spænsku og ítölsku deildinni. Það eru allt deildir sem ég get séð mig spila í,“ segir landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason. Alfreð, sem spilar með Heerenveen, vonast til þess að komast að hjá toppliði í einu af fjórum stærstu deildum í Evrópu. Hann ber þjálfara sínum, goðsögninni Marco van Basten, vel söguna. „Hann hefur reynst mér frábærlega. Ég held að það sjáist á tölfræði minni. Hann gefur mér frjálsræði inni á vellinum innan agaðra marka. Þannig líður mér best.“ Alfreð segist eiga háleita drauma eins og allir. „Þeir verða að vera það til að geta komist lengra. Ef ég myndi hugsa of mikið um slúðrið yrði ég geðveikur. Galdurinn er að lifa í núinu,“ segir Alfreð. Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt á þremur árum í atvinnumennsku, „Maður eyddi mörgum kvöldstundum, horfði á vegginn og spurði sjálfan sig hvort maður væri ekki nógu góður eða hvað málið væri,“ segir Alfreð um tíma sinn hjá Lokeren í Belgíu. Hann segist ekki eiga í miklum erfiðleikum með að höndla velgengnina. „Að fara í gegnum svo erfiða tíma snemma á ferlinum kenndi mér að höndla velgengni. Ég tek henni með jafnaðargeði. Það er galdurinn til þess að endast sem lengst í þessu á hæsta stigi. Að taka mótbyr og meðbyr með nokkurn veginn sama andliti.“
Fótbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira