Einn af meisturunum Trausti Júlíusson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Tónleikar Squarepushers eru veisla bæði fyrir augu og eyru. Það er margt gott á Sónar-hátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Á meðal stærstu nafnanna eru Berlínarseitin Modeselektor, Lundúnabúinn James Blake, hinn danski Trentemöller, Japaninn Ryuichi Sakamoto, þýsk-mexíkóska dúóið Pechanga Boys og Íslendingarnir Mugison, Retro Stefson, Sóley og Valgeir Sigurðsson – og við erum rétt að byrja. Sá listamaður sem ég er samt spenntastur fyrir á Sónar er Squarepusher. Squarepusher heitir réttu nafni Tom Jenkinson og er fæddur í Essex í Englandi árið 1975. Hann er einn af meisturum bresku raftónlistarsprengjunnar á tíunda áratugnum. Fyrsta platan hans, Feed Me Weird Things, kom út hjá plötufyrirtæki Aphex Twin, Rephlex Records, árið 1996 en ári seinna kom Hard Normal Daddy út á vegum Warp-útgáfunnar í Sheffield. Squarepusher hefur verið á mála hjá Warp alla tíð síðan, þó að hann hafi laumað út efni undir öðrum nöfnum hjá Rephlex og fleiri fyrirtækjum. Tónlist Squarepushers er hluti af trommu & bassatónlistinni en samt fer hann alveg sínar eigin leiðir. Hann spilar m.a. á rafbassa og fer mikinn á hann í sumum laganna. Djassáhrif eru stundum áberandi og einhvern tímann, þegar hann var hvað harðastur, var tónlist hans kölluð "drill & bass“, eða bor & bassi. Squarepusher var stjarna seint á tíunda áratugnum og í upphafi nýrrar aldar. Það hefur farið minna fyrir honum undanfarið, en samt hefur hann haldið áfram að gefa út gæðaefni. Nýjasta platan hans Ufabulum, sem kom út í fyrra, er t.d. stórgóð. Squarepusher er líka búinn að þróa mjög flotta tónleikasýningu sem byggir á síbreytilegum ljósamunstrum og gefur tónleikum með honum mikið myndrænt gildi. Sónar Tónlist Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Það er margt gott á Sónar-hátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Á meðal stærstu nafnanna eru Berlínarseitin Modeselektor, Lundúnabúinn James Blake, hinn danski Trentemöller, Japaninn Ryuichi Sakamoto, þýsk-mexíkóska dúóið Pechanga Boys og Íslendingarnir Mugison, Retro Stefson, Sóley og Valgeir Sigurðsson – og við erum rétt að byrja. Sá listamaður sem ég er samt spenntastur fyrir á Sónar er Squarepusher. Squarepusher heitir réttu nafni Tom Jenkinson og er fæddur í Essex í Englandi árið 1975. Hann er einn af meisturum bresku raftónlistarsprengjunnar á tíunda áratugnum. Fyrsta platan hans, Feed Me Weird Things, kom út hjá plötufyrirtæki Aphex Twin, Rephlex Records, árið 1996 en ári seinna kom Hard Normal Daddy út á vegum Warp-útgáfunnar í Sheffield. Squarepusher hefur verið á mála hjá Warp alla tíð síðan, þó að hann hafi laumað út efni undir öðrum nöfnum hjá Rephlex og fleiri fyrirtækjum. Tónlist Squarepushers er hluti af trommu & bassatónlistinni en samt fer hann alveg sínar eigin leiðir. Hann spilar m.a. á rafbassa og fer mikinn á hann í sumum laganna. Djassáhrif eru stundum áberandi og einhvern tímann, þegar hann var hvað harðastur, var tónlist hans kölluð "drill & bass“, eða bor & bassi. Squarepusher var stjarna seint á tíunda áratugnum og í upphafi nýrrar aldar. Það hefur farið minna fyrir honum undanfarið, en samt hefur hann haldið áfram að gefa út gæðaefni. Nýjasta platan hans Ufabulum, sem kom út í fyrra, er t.d. stórgóð. Squarepusher er líka búinn að þróa mjög flotta tónleikasýningu sem byggir á síbreytilegum ljósamunstrum og gefur tónleikum með honum mikið myndrænt gildi.
Sónar Tónlist Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“