Ferðamenn verða bakveikir eftir bíltúr Boði Logason skrifar 22. júlí 2013 14:21 Vegurinn sem um ræðir liggur austan megin frá Dettifossi að Ásbyrgi. Ferðamenn sem eiga leið um veginn, sem liggur austan megin frá Dettifossi að Ásbyrgi, fá illt í bakið og bryðja verkjatöflur til að lina þjáningar sínar. Laga verður veginn sem fyrst, segir leiðsögukona með þrjátíu ára reynslu í faginu. Vegurinn sem liggur vestanmegin frá Dettifossi er svo hnykkjóttur að stórar rútur neyðast til að fara austanmegin að Ásbyrgi. Vegurinn er um 50 kílómetra langur og tekur það upp í þrjá klukkutíma fyrir stórar rútur að keyra hann. Þórdís Ágústsdóttir hefur starfað sem leiðsögumaður frá árinu 1985. „Og hann er vægast sagt skelfilegur. Þetta eru bara djúpar skorur í honum, þetta er eins og þvottabretti af mjög öflugri gerð. Þetta eru sirka 50 kílómetrar, ég var um daginn þrjár klukkustundir. Í gær vorum við í tvo tíma rúmlega, að fara þennan spotta," segir hún. Þórdís segir að vegurinn hafi verið hefldur í vor, en síðan þá hafi ekkert verið gert. Nú er svo komið að hann sé nánast ófær fyrir stórar rútur. „En málið er að fólki leið bara illa í bílnum. Þau voru alltaf að spyrja mig: Hvenær tekur þessi vegur enda? Ein kona var bara kvalin í bakinu, hún hafði sett belti á sig, og var alveg að drepast. Sumum var flökurt og hálf bílveikar, þetta er náttúrulega fullorðið fólk mikið af þessu. Þetta er ofboðslega þreytandi, þetta tekur bara á taugarnar hjá fólki. Fólk gerir sér enga grein fyrir þessu nema það prófar veginn. Ég var með bílstjóra um daginn, hann var bara reiður þegar hann var að keyra veginn - hann hafði ekið þarna í mörg ár," segir hún. Þórdís segir að ferðamenn hafi tekið inn verkjatöflur til að lina þjáningar sínar á leiðinni. Það sé hneyksli að vegurinn sé í þessu ástandi, sérstaklega í ljósi þess að þarna ferðast hundruð þúsund ferðamenn á ári hverju. „Vegagerðin segir að það sé ekki til neinn peningur. Mér finnst alveg merkilegt að yfirvöld landsins, sem vilja fá alla þessa túrista til landsins, og finnst frábært að hafa sem mest af túristum hér í landinu til að græða sem mesta peninga, en þeir eru ekki til í að leggja til neina peninga til að halda við hlutum sem undirstöðuatriði ferðamennskunnar - það eru vegirnir,“ segir hún. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Ferðamenn sem eiga leið um veginn, sem liggur austan megin frá Dettifossi að Ásbyrgi, fá illt í bakið og bryðja verkjatöflur til að lina þjáningar sínar. Laga verður veginn sem fyrst, segir leiðsögukona með þrjátíu ára reynslu í faginu. Vegurinn sem liggur vestanmegin frá Dettifossi er svo hnykkjóttur að stórar rútur neyðast til að fara austanmegin að Ásbyrgi. Vegurinn er um 50 kílómetra langur og tekur það upp í þrjá klukkutíma fyrir stórar rútur að keyra hann. Þórdís Ágústsdóttir hefur starfað sem leiðsögumaður frá árinu 1985. „Og hann er vægast sagt skelfilegur. Þetta eru bara djúpar skorur í honum, þetta er eins og þvottabretti af mjög öflugri gerð. Þetta eru sirka 50 kílómetrar, ég var um daginn þrjár klukkustundir. Í gær vorum við í tvo tíma rúmlega, að fara þennan spotta," segir hún. Þórdís segir að vegurinn hafi verið hefldur í vor, en síðan þá hafi ekkert verið gert. Nú er svo komið að hann sé nánast ófær fyrir stórar rútur. „En málið er að fólki leið bara illa í bílnum. Þau voru alltaf að spyrja mig: Hvenær tekur þessi vegur enda? Ein kona var bara kvalin í bakinu, hún hafði sett belti á sig, og var alveg að drepast. Sumum var flökurt og hálf bílveikar, þetta er náttúrulega fullorðið fólk mikið af þessu. Þetta er ofboðslega þreytandi, þetta tekur bara á taugarnar hjá fólki. Fólk gerir sér enga grein fyrir þessu nema það prófar veginn. Ég var með bílstjóra um daginn, hann var bara reiður þegar hann var að keyra veginn - hann hafði ekið þarna í mörg ár," segir hún. Þórdís segir að ferðamenn hafi tekið inn verkjatöflur til að lina þjáningar sínar á leiðinni. Það sé hneyksli að vegurinn sé í þessu ástandi, sérstaklega í ljósi þess að þarna ferðast hundruð þúsund ferðamenn á ári hverju. „Vegagerðin segir að það sé ekki til neinn peningur. Mér finnst alveg merkilegt að yfirvöld landsins, sem vilja fá alla þessa túrista til landsins, og finnst frábært að hafa sem mest af túristum hér í landinu til að græða sem mesta peninga, en þeir eru ekki til í að leggja til neina peninga til að halda við hlutum sem undirstöðuatriði ferðamennskunnar - það eru vegirnir,“ segir hún.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira