Enski boltinn

Öll mörkin úr leikjum dagsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Chelsea fór fýluferð til Newcastle, Manchester-liðin unnu stórsigra og Arsenal vann toppslaginn gegn Liverpool.

Frábærum laugardegi í ensku úrvalsdeildinni er lokið. Loic Remy tryggði Newcastle 2-0 sigur á Chelsea í hádegisleiknum áður en United og City röðuðu inn mörkum gegn mótherjum sínum.

Amir Begovic skoraði yfir allan völlinn eftir 13 sekúndur í jafntefli Stoke gegn Southampton. Það voru svo Santi Cazorla og Aaron Ramsey sem tryggðu Arsenal 2-0 sigur á Liverpool.

Öll mörkin úr leikjum dagsins má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×