Vilja friðlýsa sjö hús á Ingólfstorgi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. október 2013 07:00 Mörg hús við Ingólfstorg verða friðlýst samkvæmt tillögu Minjastofnunar Íslands. Mynd/Loftmyndir „Það er ekki það að nokkurt af þessum húsum sé í bráðri hættu enda eiga þau öll að standa samkvæmt skipulagi en það er verið að árétta að þarna sé um að ræða mjög mikilvæga heild,“ segir Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands sem leggur til friðlýsingu sjö timburhúsa við Ingólfstorg. Öll húsin sjö eru þegar friðuð enda orðin eitt hundrað ára. „Það er verið að árétta að þarna er ein varðveisluheild sem liggur á þrjá vegu í kring um aðaltorg bæjarins og liggur líka að elstu götu hans, Aðalstræti,“ útskýrir Pétur nánar.Vallarstræti 4 til vinstri og Aðalstræti 7 til hægri á að friðlýsa.Fréttablaðið/Stefán Húsin sem um ræðir eru Aðalstræti 7, Austurstræti 3, Austurstræti 4, Hafnarstræti 4. Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4, Veltusund 3 og 3b. „Það eru tvö hús við Ingólfstorg sem þegar eru friðlýst; Aðalstræti 2 og Fálkahúsið í Hafnarstræti 1 til 3. Þetta eru heillegustu leifarnar af gömlu Reykjavík í Kvosinni,“ segir Pétur. Þá bendir Minjastofnun á að þessu tengist tvö friðlýst hús sem ekki standa uppi við sjálft torgið, Thorvaldsensstræti 2 og austurhluti Hafnarstrætis 4. Þá sé göturými Vallarstrætis, milli Thorvaldsensstrætis og Veltusunds, eina dæmið sem til er um þrönga hliðargötu í Kvosinni.Fálkahúsið er við Hafnarstræti 1-3 til vinstri á myndinni. Það er friðlýst.Fréttablaðið/Stefán Sigurður Einarsson, einn fimm nefndarmanna í húsfriðunarnefnd, greiddi atkvæði á móti friðlýsinguni og segir hana óþarfa. Tilvist húsanna sé fest í sessi í deiliskipulagi og skipulagstillögu fyrir Landsímareit. Þau séu einnig friðuð samkvæmt lögum um menningarminjar. Allar tillögur að framkvæmdum sem tengjast þeim muni því koma inn á borð Minjastofnunar Íslands.Austurtræti 3 er eitt húsanna sem lagt er til að friðlýsa.Fréttablaðið/Stefán Þá bætir Sigurður við að atriði í umsögn Minjastofnunar um skipulagstillögu fyrir Landsímareitinn gefi „tilefni til að óttast frekari íhlutun stofnunarinnar í útlit og frágang nýbygginga en eðlilegt getur talist fyrir þróun byggingarlistarinnar“. Pétur segir friðlýsingu taka til ytra byrðis húsa og takmarka á mjög óverulegan hátt nýtingu þeirra. „Það er aðallega verið að að varðveita útlit þeirra og samhengi. Auðvitað hefur þetta áhrif þegar verið er að meta nýbyggingar sem tengjast inn í þessa röð þannig að þær falli vel að því sem fyrir er.“„Um er að ræða eina heillegustu þyrpingu reisulegra timburhúsa í elsta hluta Reykjavíkur,“ segir í rökstuðningi fyrir friðlýsingu húsa við Ingólfstorg.Fréttablaðið/Stefán Pétur segir friðlýsingu taka til ytra byrðis húsa og takmarka á mjög óverulegan hátt nýtingu þeirra. „Það er aðallega verið að að varðveita útlit þeirra og samhengi. Auðvitað hefur þetta áhrif þegar verið er að meta nýbyggingar sem tengjast inn í þessa röð þannig að þær falli vel að því sem fyrir er.“ Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
„Það er ekki það að nokkurt af þessum húsum sé í bráðri hættu enda eiga þau öll að standa samkvæmt skipulagi en það er verið að árétta að þarna sé um að ræða mjög mikilvæga heild,“ segir Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands sem leggur til friðlýsingu sjö timburhúsa við Ingólfstorg. Öll húsin sjö eru þegar friðuð enda orðin eitt hundrað ára. „Það er verið að árétta að þarna er ein varðveisluheild sem liggur á þrjá vegu í kring um aðaltorg bæjarins og liggur líka að elstu götu hans, Aðalstræti,“ útskýrir Pétur nánar.Vallarstræti 4 til vinstri og Aðalstræti 7 til hægri á að friðlýsa.Fréttablaðið/Stefán Húsin sem um ræðir eru Aðalstræti 7, Austurstræti 3, Austurstræti 4, Hafnarstræti 4. Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4, Veltusund 3 og 3b. „Það eru tvö hús við Ingólfstorg sem þegar eru friðlýst; Aðalstræti 2 og Fálkahúsið í Hafnarstræti 1 til 3. Þetta eru heillegustu leifarnar af gömlu Reykjavík í Kvosinni,“ segir Pétur. Þá bendir Minjastofnun á að þessu tengist tvö friðlýst hús sem ekki standa uppi við sjálft torgið, Thorvaldsensstræti 2 og austurhluti Hafnarstrætis 4. Þá sé göturými Vallarstrætis, milli Thorvaldsensstrætis og Veltusunds, eina dæmið sem til er um þrönga hliðargötu í Kvosinni.Fálkahúsið er við Hafnarstræti 1-3 til vinstri á myndinni. Það er friðlýst.Fréttablaðið/Stefán Sigurður Einarsson, einn fimm nefndarmanna í húsfriðunarnefnd, greiddi atkvæði á móti friðlýsinguni og segir hana óþarfa. Tilvist húsanna sé fest í sessi í deiliskipulagi og skipulagstillögu fyrir Landsímareit. Þau séu einnig friðuð samkvæmt lögum um menningarminjar. Allar tillögur að framkvæmdum sem tengjast þeim muni því koma inn á borð Minjastofnunar Íslands.Austurtræti 3 er eitt húsanna sem lagt er til að friðlýsa.Fréttablaðið/Stefán Þá bætir Sigurður við að atriði í umsögn Minjastofnunar um skipulagstillögu fyrir Landsímareitinn gefi „tilefni til að óttast frekari íhlutun stofnunarinnar í útlit og frágang nýbygginga en eðlilegt getur talist fyrir þróun byggingarlistarinnar“. Pétur segir friðlýsingu taka til ytra byrðis húsa og takmarka á mjög óverulegan hátt nýtingu þeirra. „Það er aðallega verið að að varðveita útlit þeirra og samhengi. Auðvitað hefur þetta áhrif þegar verið er að meta nýbyggingar sem tengjast inn í þessa röð þannig að þær falli vel að því sem fyrir er.“„Um er að ræða eina heillegustu þyrpingu reisulegra timburhúsa í elsta hluta Reykjavíkur,“ segir í rökstuðningi fyrir friðlýsingu húsa við Ingólfstorg.Fréttablaðið/Stefán Pétur segir friðlýsingu taka til ytra byrðis húsa og takmarka á mjög óverulegan hátt nýtingu þeirra. „Það er aðallega verið að að varðveita útlit þeirra og samhengi. Auðvitað hefur þetta áhrif þegar verið er að meta nýbyggingar sem tengjast inn í þessa röð þannig að þær falli vel að því sem fyrir er.“
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira