Framsóknarmenn eru ekki nýnasistar Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2013 09:37 Snúið hefur verið upp á pistil Guðlaugs G. Sverrissonar en hann segist alveg hafa vitað að hverju hann gekk. „Það má segja að mér hafi ofboðið þegar farið var að líka framsóknarmönnum við nýnasista," segir Guðlaugur G. Sverrisson, verkefnastjóri hjá úrvinnslusjóði og góður og gegn framsóknarmaður í tuttugu ár, spurður um tilurð pistils sem hann reit og hefur vakið mikla athygli: „Daðrað við að það að hafa áhuga á Íslandi og því sem íslenskt er, umbyggja okkar þekkingu á getu, þá var því snúið uppá okkur og að við værum orðnir þjóðernissinnaðir út frá skilgreiningu á nýnasisma. Fyrir mig þá var botninum náð.“ Guðlaugur vísar þar einkum og sérílagi til skrifa Inga Freys Vilhjálmssonar á DV en Guðlaugur birti í gær pistil á Pressunni undir fyrirsögninni „Eru framsóknarmenn aular?“ – pistill sem hefur vakið mikla athygli og er dreift víða um netið. Þar segir meðal annars að fjölmiðlum og pistlahöfundum þyki sjálfsagt að gera lítið úr fulltrúum Framsóknarflokksins og þá á þeim nótum að þeir séu almennti erkiaular: „Þeir gangi fyrir mútum, fyrirgreiðslu, helmingaskiptum, elski kindur meira en sjúklinga, séu á móti framförum, einangrunarsinnar, ómenntaðir, opnir í báða enda, steli fiskinum frá þjóðinni, séu náttúrusóðar og á móti umhverfisráðuneytinu, auðvaldsrónar, Finnur og Halldór, virkjunarsinnar, hækja íhaldsins, landsbyggðarflokkur og þ.a.l. á móti höfuðborginni, kjördæmapotarar og það sem er nýjast, að framsóknarmenn séu þjóðernissinnar líkt og fasistar voru í Evrópu á millistríðsárunum.“ Margir hafa hent þessu á loft og viljað snúa uppá Framsóknarmenn og meina að þarna hafi hann hitt naglann á höfuðið í lýsingu sinni. Einskonar búmerang. „Jájá, það er akkúrat það sem gerist. Þarna sýnir umræðan sínar verstu hliðar. Ég vissi það. Þetta var meðvitað. Þetta snýr þá bara beint að þessu fólki.“ Guðlaugur segir aðalatriðið að stjórnmálaumræðan sé komin langt fram af brúninni. „Fólk gefur sig ekki að þessu lengur, það vill ekki fórna fjölskyldu ... menn sjá af hverju það er. Það er þessi umræða sem gerir að verkum að fólk vill ekki koma til að taka þátt í því að eiga samtal við þjóðina í gegnum stjórnmálin.“ Þar vísar Guðlaugur einkum til athugasemdakerfa netmiðlanna og segir að fjölmiðlar verði að gangast við ábyrgð sinni og hreinsa þar til. Og sérstaklega illt sé þegar fjölmiðlar geri út á að æra óstöðugan. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
„Það má segja að mér hafi ofboðið þegar farið var að líka framsóknarmönnum við nýnasista," segir Guðlaugur G. Sverrisson, verkefnastjóri hjá úrvinnslusjóði og góður og gegn framsóknarmaður í tuttugu ár, spurður um tilurð pistils sem hann reit og hefur vakið mikla athygli: „Daðrað við að það að hafa áhuga á Íslandi og því sem íslenskt er, umbyggja okkar þekkingu á getu, þá var því snúið uppá okkur og að við værum orðnir þjóðernissinnaðir út frá skilgreiningu á nýnasisma. Fyrir mig þá var botninum náð.“ Guðlaugur vísar þar einkum og sérílagi til skrifa Inga Freys Vilhjálmssonar á DV en Guðlaugur birti í gær pistil á Pressunni undir fyrirsögninni „Eru framsóknarmenn aular?“ – pistill sem hefur vakið mikla athygli og er dreift víða um netið. Þar segir meðal annars að fjölmiðlum og pistlahöfundum þyki sjálfsagt að gera lítið úr fulltrúum Framsóknarflokksins og þá á þeim nótum að þeir séu almennti erkiaular: „Þeir gangi fyrir mútum, fyrirgreiðslu, helmingaskiptum, elski kindur meira en sjúklinga, séu á móti framförum, einangrunarsinnar, ómenntaðir, opnir í báða enda, steli fiskinum frá þjóðinni, séu náttúrusóðar og á móti umhverfisráðuneytinu, auðvaldsrónar, Finnur og Halldór, virkjunarsinnar, hækja íhaldsins, landsbyggðarflokkur og þ.a.l. á móti höfuðborginni, kjördæmapotarar og það sem er nýjast, að framsóknarmenn séu þjóðernissinnar líkt og fasistar voru í Evrópu á millistríðsárunum.“ Margir hafa hent þessu á loft og viljað snúa uppá Framsóknarmenn og meina að þarna hafi hann hitt naglann á höfuðið í lýsingu sinni. Einskonar búmerang. „Jájá, það er akkúrat það sem gerist. Þarna sýnir umræðan sínar verstu hliðar. Ég vissi það. Þetta var meðvitað. Þetta snýr þá bara beint að þessu fólki.“ Guðlaugur segir aðalatriðið að stjórnmálaumræðan sé komin langt fram af brúninni. „Fólk gefur sig ekki að þessu lengur, það vill ekki fórna fjölskyldu ... menn sjá af hverju það er. Það er þessi umræða sem gerir að verkum að fólk vill ekki koma til að taka þátt í því að eiga samtal við þjóðina í gegnum stjórnmálin.“ Þar vísar Guðlaugur einkum til athugasemdakerfa netmiðlanna og segir að fjölmiðlar verði að gangast við ábyrgð sinni og hreinsa þar til. Og sérstaklega illt sé þegar fjölmiðlar geri út á að æra óstöðugan.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira