Íslenski boltinn

Sverrir Ingi á reynslu hjá Heerenveen | Skoðar aðstæður hjá Viking

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér sést Sverrir fyrir miðju.
Hér sést Sverrir fyrir miðju.
Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Breiðabliks, mun fara á reynslu til hollenska úrvalsdeildarliðsins Heerenveen í næsta mánuði og dvelja þar í tvær vikur en 433.is greinir frá þessu í dag.

Sverrir var öflugur í liði Blika í sumar en hann er einnig fyrirliðið U-21 landsliðs Íslands.

Alfreð Finnbogason hefur verið óstöðvandi fyrir Heerenveen í vetur og skorað 11 mörk fyrir liðið á tímabilinu.

Sverrir mun einnig halda til Noregs á morgun og skoða aðstæður hjá norska liðinu Viking og því nóg um að vera þessa daganna hjá þessum efnilega miðverði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×