Gögn úr geimnum bæta veðurspár Svavar Hávarðsson skrifar 2. september 2013 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Alain Ratier, forstjóri EUMETSAT undirrita samninginn. Með þeim er Silvia CastaCastañer, yfirmaður lögfræðisviðs EUMETSAT. Ísland hefur hlotið fulla aðild að Evrópsku veðurtunglastofnuninni (EUMETSAT). Ávinningurinn er mikill þar sem Ísland fær óheftan aðgang að gögnum er varða fjölmarga þætti náttúrufars. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Alain Ratier, forstjóri EUMETSAT, undirrituðu samning þessa efnis í gær. Ísland hefur verið samstarfsaðili að stofnuninni síðan 2006 og haft aðgang að gögnum samkvæmt tímabundnum aðlögunarsamningi. Með fullri aðild tryggja Íslendingar sér óheftan aðgang að gögnum sem nýtast til dæmis við veðurspár og loftslagsrannsóknir, vegagerð, haf- og náttúrufræðirannsóknum, háskólum og hugbúnaðarfyrirtækjum. Alain Ratier segir að þegar horft er til framtíðar, og nefnir ártölin 2020-2040, komi til sögunnar nýr búnaður og tækni. Vinna næstu ára sé ekki síst falin í að þjálfa þá sem koma til með að nýta þá tækni. Hann nefnir öryggi sem fylgir bættri tækni, en ekki síður kosti fyrir efnahagslíf þjóða í heild sinni. „Rannsóknir okkar sýna að verðmæti þess að spá nákvæmlega fyrir um veður í Evrópu er metið á tugi milljarða evra á ári. Hluti þessara verðmæta sem sparast má þakka bættri veðurtunglatækni.“ Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri Veðurstofu Íslands, segir að almenn vöktun og mælingar á náttúrufari séu sífellt mikilvægari í rekstri gervitungla. „Hvað okkur Íslendinga varðar þá eru gervitunglagögn ómetanleg við að átta sig á öldu og öldufari, vöktun á hafís, hitamælingar sjávar og fleira. Þessar upplýsingar skipta okkar sjávarútveg miklu máli. Gervitungl eru í auknum mæli notuð til að vakta eldfjöll; bæði til þess að fylgjast með fyrirboðum goss og eins til að fylgjast með gosvirkni og útbreiðslu ösku eftir að það er hafið,“ segir Ingvar og bætir við að alþjóðaflugið leggi mikla áherslu á að haldið verði áfram að þróa og bæta greiningar á gosösku í andrúmslofti og nýta gervitunglagögn til að sjá fyrir um útbreiðslu hennar í eldgosum. Ingvar segir að mælingar með gervitunglum hafa reynst hagkvæmari kostur en víðtækt mælanet á jörðu niðri. Því sé meira og betra aðgengi að þessum gögnum okkur Íslendingum mikilvæg. Næsta stóra verkefni EUMETSAT er að setja í loftið gervitungl til að fylgjast með Norðurskautssvæðinu, og mun það bæta þjónustu við Ísland verulega. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Ísland hefur hlotið fulla aðild að Evrópsku veðurtunglastofnuninni (EUMETSAT). Ávinningurinn er mikill þar sem Ísland fær óheftan aðgang að gögnum er varða fjölmarga þætti náttúrufars. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Alain Ratier, forstjóri EUMETSAT, undirrituðu samning þessa efnis í gær. Ísland hefur verið samstarfsaðili að stofnuninni síðan 2006 og haft aðgang að gögnum samkvæmt tímabundnum aðlögunarsamningi. Með fullri aðild tryggja Íslendingar sér óheftan aðgang að gögnum sem nýtast til dæmis við veðurspár og loftslagsrannsóknir, vegagerð, haf- og náttúrufræðirannsóknum, háskólum og hugbúnaðarfyrirtækjum. Alain Ratier segir að þegar horft er til framtíðar, og nefnir ártölin 2020-2040, komi til sögunnar nýr búnaður og tækni. Vinna næstu ára sé ekki síst falin í að þjálfa þá sem koma til með að nýta þá tækni. Hann nefnir öryggi sem fylgir bættri tækni, en ekki síður kosti fyrir efnahagslíf þjóða í heild sinni. „Rannsóknir okkar sýna að verðmæti þess að spá nákvæmlega fyrir um veður í Evrópu er metið á tugi milljarða evra á ári. Hluti þessara verðmæta sem sparast má þakka bættri veðurtunglatækni.“ Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri Veðurstofu Íslands, segir að almenn vöktun og mælingar á náttúrufari séu sífellt mikilvægari í rekstri gervitungla. „Hvað okkur Íslendinga varðar þá eru gervitunglagögn ómetanleg við að átta sig á öldu og öldufari, vöktun á hafís, hitamælingar sjávar og fleira. Þessar upplýsingar skipta okkar sjávarútveg miklu máli. Gervitungl eru í auknum mæli notuð til að vakta eldfjöll; bæði til þess að fylgjast með fyrirboðum goss og eins til að fylgjast með gosvirkni og útbreiðslu ösku eftir að það er hafið,“ segir Ingvar og bætir við að alþjóðaflugið leggi mikla áherslu á að haldið verði áfram að þróa og bæta greiningar á gosösku í andrúmslofti og nýta gervitunglagögn til að sjá fyrir um útbreiðslu hennar í eldgosum. Ingvar segir að mælingar með gervitunglum hafa reynst hagkvæmari kostur en víðtækt mælanet á jörðu niðri. Því sé meira og betra aðgengi að þessum gögnum okkur Íslendingum mikilvæg. Næsta stóra verkefni EUMETSAT er að setja í loftið gervitungl til að fylgjast með Norðurskautssvæðinu, og mun það bæta þjónustu við Ísland verulega.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira