Ungmenni sögð flýja ágengni fíkniefnasala Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Arnar Hjaltalín segir að starfsfólkið sé orðið langþreytt á ágengni fíkniefnasala á vinnustaðnum. Mynd/Óskar Formaður Drífandi stéttarfélags í Vestmannaeyjum segir fíkniefni hafa verið vandamál hjá Vinnslustöðinni. Fíkniefnasalar beini sjónum að ungmennum og sumir foreldrar leyfi þeim ekki að starfa hjá fyrirtækinu. Starfsfólkið hafi kvartað. „Við vorum að fá kvartanir frá einstaka félagsmönnum um að ágengni vímuefnasala væri stundum til óþæginda fyrir þá í vinnunni," segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags, um fíkniefnapróf sem Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er að láta starfsfólk sitt gangast undir. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru ellefu sjómenn reknir af þremur skipum Vinnslustöðvarinnar eftir að hafa fallið á fíkniefnaprófum. Allt starfsfólk fyrirtækisins getur nú átt von á að þurfa að undirgangast slíkt próf. Arnar segir fíkniefnaneysluna hafa verið falið vandamál. Komið hafi skriður á málið eftir að starfsfólk kvartaði undan neyslu sumra samstarfsmanna. Vinnslustöðin hafi haft samráð við stéttarfélögin um hvernig standa ætti að lyfjaprófunum. Drífandi hafi þótt fullvíðtækt að senda hvern einasta starfsmenn í próf en sú aðferð hafi þó orðið ofan á. „Kannski er það líka sanngjarnast að láta eitt yfir alla ganga," segir Arnar, sem kveður flesta í Eyjum ánægða með að tekið sá á málinu. „Það hefur ýmislegt komið upp á yfirborðið eftir að þetta byrjaði. Þetta er rosaleg meinsemd en umræðan er að opnast. Þetta er nokkuð sem þarf að taka á og það er verið að því." Að sögn Arnars hafa fíkniefnasalar á köflum sótt hart að starfsfólki Vinnslustöðvarinnar, ekki síst ungmennum sem fái frí á vertíðum til að vinna í fiski og hafi þá nokkurt fé milli handa. „Það var orðið þannig að sumir foreldrar vildu ekki að börnin sín væru að vinna þarna," segir Arnar. „Það hafa ungmenni hætt þarna út af því að þau fengu ekki frið fyrir sölumönnum. Þegar það kom upp var kýlt á að taka á því. Er Vinnslustöðin ekki einfaldlega að sýna samfélagslega ábyrgð með því að taka á þessu?" Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Formaður Drífandi stéttarfélags í Vestmannaeyjum segir fíkniefni hafa verið vandamál hjá Vinnslustöðinni. Fíkniefnasalar beini sjónum að ungmennum og sumir foreldrar leyfi þeim ekki að starfa hjá fyrirtækinu. Starfsfólkið hafi kvartað. „Við vorum að fá kvartanir frá einstaka félagsmönnum um að ágengni vímuefnasala væri stundum til óþæginda fyrir þá í vinnunni," segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags, um fíkniefnapróf sem Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er að láta starfsfólk sitt gangast undir. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru ellefu sjómenn reknir af þremur skipum Vinnslustöðvarinnar eftir að hafa fallið á fíkniefnaprófum. Allt starfsfólk fyrirtækisins getur nú átt von á að þurfa að undirgangast slíkt próf. Arnar segir fíkniefnaneysluna hafa verið falið vandamál. Komið hafi skriður á málið eftir að starfsfólk kvartaði undan neyslu sumra samstarfsmanna. Vinnslustöðin hafi haft samráð við stéttarfélögin um hvernig standa ætti að lyfjaprófunum. Drífandi hafi þótt fullvíðtækt að senda hvern einasta starfsmenn í próf en sú aðferð hafi þó orðið ofan á. „Kannski er það líka sanngjarnast að láta eitt yfir alla ganga," segir Arnar, sem kveður flesta í Eyjum ánægða með að tekið sá á málinu. „Það hefur ýmislegt komið upp á yfirborðið eftir að þetta byrjaði. Þetta er rosaleg meinsemd en umræðan er að opnast. Þetta er nokkuð sem þarf að taka á og það er verið að því." Að sögn Arnars hafa fíkniefnasalar á köflum sótt hart að starfsfólki Vinnslustöðvarinnar, ekki síst ungmennum sem fái frí á vertíðum til að vinna í fiski og hafi þá nokkurt fé milli handa. „Það var orðið þannig að sumir foreldrar vildu ekki að börnin sín væru að vinna þarna," segir Arnar. „Það hafa ungmenni hætt þarna út af því að þau fengu ekki frið fyrir sölumönnum. Þegar það kom upp var kýlt á að taka á því. Er Vinnslustöðin ekki einfaldlega að sýna samfélagslega ábyrgð með því að taka á þessu?"
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira