Enski boltinn

Giroud: Er búinn að vera betri en Van Persie

Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er franski landsliðsmaðurinn Olivier Giroud kominn í gang hjá Arsenal og farinn að skora reglulega. Giroud er búinn að skora 14 mörk og gefa 10 stoðsendingar í öllum keppnum. Hann er því nokkuð ánægður með sjálfan sig.

"Ef við miðum við fyrsta tímabil þá er ég búinn að vera betri en Van Persie er hann kom hingað fyrst. Hann var reyndar yngri en ég," sagði Giroud.

Arsenal hefur verið orðað við fjölda framherja síðustu vikur en Giroud segist hafa traust Arsene Wenger, stjóra Arsenal.

"Breska pressan skrifar svo mikið. Stjórinn hefur líka aldrei viljað versla mikið í janúar. Það væri hræsni að segja að ég hefði aldrei hugsað um þetta. Ég sá svo að stjórinn var til í að vera þolinmóður. Hann var ekki að grafa undan mér," sagði Frakkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×