Uppselt á Sónar Reykjavík 6. febrúar 2013 14:30 Uppselt er á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu hátíðarinnar í morgun. Sónar Reykjavík fer fram aðra helgi, 15. og 16. febrúar. Notast verður við fjögur svið í Hörpu og verður spilað á þeim samtímis. Auk tveggja aðalsviða í Silfurbergi og Norðurljósum verður hluta af bílastæðinu í kjallara Hörpunnar breytt í næturklúbb þar sem hinir ýmsu plötusnúðar halda uppi stemningu. Eitt svið til viðbótar verður svo sett upp í Flóahorninu á fyrstu hæð Hörpunnar. Sónar er ein af þekktari tónlistarhátíðum Evrópu. Hún hefur verið haldin í Barcelona á Spáni frá árinu 1994. Frá 2002 hefur hátíðin fært út kvíarnar og verið haldin í São Paulo, Tókýó og Höfðaborg. Að undanförnu hafa London, Frankfurt, Seúl og Buenos Aires bæst í hópinn og núna er röðin komin að Íslandi. Samanlagt sækja um 150 þúsund manns hátíðina á ári hverju. Björn Steinbekk er aðalskipuleggjandi hátíðarinnar hér á landi. 50 listamenn koma fram á þessum tveimur dögum. Dagskráin hefst báða dagana klukkan 18 og stendur yfir til klukkan þrjú um nóttina. Meðal þeirra sem koma munu fram eru James Blake, Squarepusher, Modeselektor, Alva Noto & Ryuichi Sakamoto, LFO, Simian Mobile Disco, Diamond Version, GusGus, Trentemøller (DJ set), Ásgeir Trausti, Mugison, Pachanga Boys, Tale of Us, John Talabot, Retro Stefson, Ólafur Arnalds , Gluteus Maximus, Axel Boman, Kasper Björke, Dasha Rush, Thugfucker, Ghostigital , Samaris, Pedro Pilatus, Valgeir Sigurdsson, Sóley, Bloodgroup, Human Woman, Paul Corley, Sísý Ey, Captain Fufanu, DJs With Bad Haircuts , Sin Fang, Yagya, Kippi Kaninus, Úlfur, Martin Kling, CasaNova, Oculus, Skeng, DJ Yamaho, DJ Andrés, Óli Ofur, Hermigervill , Kalli & Ewok, Jack Magnet Quintet , Terrordisco og BenSol. Hundruðir manna eru búnir að kaupa miða erlendis frá og einnig hafa um þrjátíu erlendir blaðamenn boðað komu sína á hátíðina, meðal annars frá The Guardian, The Sunday Times og NME. Sónar Tónlist Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Fleiri fréttir Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Uppselt er á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu hátíðarinnar í morgun. Sónar Reykjavík fer fram aðra helgi, 15. og 16. febrúar. Notast verður við fjögur svið í Hörpu og verður spilað á þeim samtímis. Auk tveggja aðalsviða í Silfurbergi og Norðurljósum verður hluta af bílastæðinu í kjallara Hörpunnar breytt í næturklúbb þar sem hinir ýmsu plötusnúðar halda uppi stemningu. Eitt svið til viðbótar verður svo sett upp í Flóahorninu á fyrstu hæð Hörpunnar. Sónar er ein af þekktari tónlistarhátíðum Evrópu. Hún hefur verið haldin í Barcelona á Spáni frá árinu 1994. Frá 2002 hefur hátíðin fært út kvíarnar og verið haldin í São Paulo, Tókýó og Höfðaborg. Að undanförnu hafa London, Frankfurt, Seúl og Buenos Aires bæst í hópinn og núna er röðin komin að Íslandi. Samanlagt sækja um 150 þúsund manns hátíðina á ári hverju. Björn Steinbekk er aðalskipuleggjandi hátíðarinnar hér á landi. 50 listamenn koma fram á þessum tveimur dögum. Dagskráin hefst báða dagana klukkan 18 og stendur yfir til klukkan þrjú um nóttina. Meðal þeirra sem koma munu fram eru James Blake, Squarepusher, Modeselektor, Alva Noto & Ryuichi Sakamoto, LFO, Simian Mobile Disco, Diamond Version, GusGus, Trentemøller (DJ set), Ásgeir Trausti, Mugison, Pachanga Boys, Tale of Us, John Talabot, Retro Stefson, Ólafur Arnalds , Gluteus Maximus, Axel Boman, Kasper Björke, Dasha Rush, Thugfucker, Ghostigital , Samaris, Pedro Pilatus, Valgeir Sigurdsson, Sóley, Bloodgroup, Human Woman, Paul Corley, Sísý Ey, Captain Fufanu, DJs With Bad Haircuts , Sin Fang, Yagya, Kippi Kaninus, Úlfur, Martin Kling, CasaNova, Oculus, Skeng, DJ Yamaho, DJ Andrés, Óli Ofur, Hermigervill , Kalli & Ewok, Jack Magnet Quintet , Terrordisco og BenSol. Hundruðir manna eru búnir að kaupa miða erlendis frá og einnig hafa um þrjátíu erlendir blaðamenn boðað komu sína á hátíðina, meðal annars frá The Guardian, The Sunday Times og NME.
Sónar Tónlist Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Fleiri fréttir Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira