Enski boltinn

Bellamy: Hefði átt að berjast fyrir sæti í liðinu hjá City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Craig Bellamy
Craig Bellamy Mynd. / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Craig Bellamy hefur nú tjáð sig um dvöl sína hjá Manchester City og hvernig hann brást við þegar Roberto Mancini var ráðinn til félagsins í stað Mark Hughes.

Craig Bellamy var á mála hjá Man. City í tvö ár en hann byrjaði nokkuð vel hjá félaginu þegar Mark Hughes var stjóri liðsins en þegar Mancini tók við liðinu hvarf leikmaðurinn og var að lokum seldur frá Englandsmeisturunum. Bellamy leikur í dag með Cardiff þar sem þeir Heiðar Helguson og Aron Einar Gunnarsson eru liðsfélagar hans.

„Ég var gríðarlega ósáttur við það hvernig Mancini notaði mig og í raun skildi ég það aldrei," sagði Bellamy.

„Ég hef unnið með frábærum stjórum eins og Bobby Robson og Mark Hughes og þessir menn gerðu mig að manni, en þegar Hughes fór frá Manchester City slokknaði alveg á mér og ég átti í raun aldrei viðreisnarvon eftir það".

"Ég hefði átt að berjast meira fyrir sæti mínu í liðinu og sanna það fyrir stjóranum að ég væri nægilega öflugur til að vera í liðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×