Lögreglumaður fékk nálgunarbann á eltihrelli Valur Grettisson skrifar 21. ágúst 2013 07:00 Héraðsdómur Reykjavíkur. Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu fékk karlmann úrskurðaðan í nálgunarbann í vor vegna ofsókna. Lögreglumaðurinn hafði afskipti af manninum í starfi sínu en viðkomandi var grunaður um lögbrot. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem grípa þarf til þessa ráðs til verndar lögreglumanni. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kenndi sá sem fékk nálgunarbannið á sig lögreglumanninum um ófarir sínar. Það vatt upp á sig og endaði með því að maðurinn var farinn að ofsækja lögreglumanninn, bæði á heimili hans og annars staðar. Málið var litið afar alvarlegum augum af embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Úr varð að embættið fór fram á nálgunarbann gegn eltihrellinum fyrir hönd lögreglumannsins og var úrskurður þess efnis samþykktur í vor. Sá sem fékk nálgunarbannið á sig kærði ekki úrskurðinn. „Það er einstaklega erfitt að takast á við svona mál,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, og bætir við að ofbeldi gegn lögreglumönnum hafi aukist undanfarin ár og að sú þróun sé í takt við það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. „Það eru til nokkur svipuð dæmi á síðustu árum. Þá erum við að tala um menn sem haga sér eins og eltihrellar,“ segir Snorri. Hann útskýrir að ónæðið sé oft í formi hótana í smáskilaboðum en í verstu tilfellunum ógni menn lögreglumönnum á heimilum þeirra. Snorri segist ekki muna eftir því að lögreglumaður hafi áður fengið nálgunarbann á einstakling vegna afleiðinga skyldustarfa sinna. Snorri segir mikilvægt að það sé tekið harðar á atlögum gegn lögreglumönnum, ekki aðeins því ofbeldi sem þeir mega þola við handtökur heldur einnig þegar árásir beinast að þeim persónulega vegna skyldustarfa þeirra. Snorri segir heimild í lögum til þess að refsa mönnum aukalega fyrir að beita lögreglumenn ofbeldi. Snorri segir að sá refsiauki hafi ekki skilað sér í refsidómum. Dómarar verði að dæma eftir alvarleika þessara mála. Að sögn Snorra skipta brot gegn valdstjórninni tugum á síðustu árum. Aftur á móti má telja ofsóknir gegn einstaka lögreglumönnum, sem ná út fyrir vinnu þeirra, á fingrum annarrar handar. Fréttablaðið greindi frá því síðastliðinn fimmtudag að lögreglan á Eskifirði hefði til rannsóknar mál þar sem karlmaður réðist inn á heimili lögreglukonu og hótaði fjölskyldu hennar lífláti. Konan var við störf þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn, sem hafði í hótunum, var ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald og gengur laus. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu fékk karlmann úrskurðaðan í nálgunarbann í vor vegna ofsókna. Lögreglumaðurinn hafði afskipti af manninum í starfi sínu en viðkomandi var grunaður um lögbrot. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem grípa þarf til þessa ráðs til verndar lögreglumanni. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kenndi sá sem fékk nálgunarbannið á sig lögreglumanninum um ófarir sínar. Það vatt upp á sig og endaði með því að maðurinn var farinn að ofsækja lögreglumanninn, bæði á heimili hans og annars staðar. Málið var litið afar alvarlegum augum af embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Úr varð að embættið fór fram á nálgunarbann gegn eltihrellinum fyrir hönd lögreglumannsins og var úrskurður þess efnis samþykktur í vor. Sá sem fékk nálgunarbannið á sig kærði ekki úrskurðinn. „Það er einstaklega erfitt að takast á við svona mál,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, og bætir við að ofbeldi gegn lögreglumönnum hafi aukist undanfarin ár og að sú þróun sé í takt við það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. „Það eru til nokkur svipuð dæmi á síðustu árum. Þá erum við að tala um menn sem haga sér eins og eltihrellar,“ segir Snorri. Hann útskýrir að ónæðið sé oft í formi hótana í smáskilaboðum en í verstu tilfellunum ógni menn lögreglumönnum á heimilum þeirra. Snorri segist ekki muna eftir því að lögreglumaður hafi áður fengið nálgunarbann á einstakling vegna afleiðinga skyldustarfa sinna. Snorri segir mikilvægt að það sé tekið harðar á atlögum gegn lögreglumönnum, ekki aðeins því ofbeldi sem þeir mega þola við handtökur heldur einnig þegar árásir beinast að þeim persónulega vegna skyldustarfa þeirra. Snorri segir heimild í lögum til þess að refsa mönnum aukalega fyrir að beita lögreglumenn ofbeldi. Snorri segir að sá refsiauki hafi ekki skilað sér í refsidómum. Dómarar verði að dæma eftir alvarleika þessara mála. Að sögn Snorra skipta brot gegn valdstjórninni tugum á síðustu árum. Aftur á móti má telja ofsóknir gegn einstaka lögreglumönnum, sem ná út fyrir vinnu þeirra, á fingrum annarrar handar. Fréttablaðið greindi frá því síðastliðinn fimmtudag að lögreglan á Eskifirði hefði til rannsóknar mál þar sem karlmaður réðist inn á heimili lögreglukonu og hótaði fjölskyldu hennar lífláti. Konan var við störf þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn, sem hafði í hótunum, var ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald og gengur laus.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira