Innlent

Áhöfnin á Goðafossi heiðruð

Samúel Karl Ólason skrifar
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélagsins, afhendir hér Leifi Kristjánssyni, vélaverði, viðurkenningu.
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélagsins, afhendir hér Leifi Kristjánssyni, vélaverði, viðurkenningu. Mynd/Eimskipafélag Íslands
Áhöfnin á Goðafossi var í gær heiðruð fyrir hetjulega framgöngu við björgunarstörf þegar eldur kom upp í skipinu þann 11. nóvember síðastliðinn. Goðafoss er í eigu Eimskipafélags Íslands og Gylfi Sigfússon, forstjóri fyrirtækisins, veitti áhöfninni sérstaka viðurkenningu.

„Áhöfnin vann hetjusamlegt björgunarstarf við mjög erfiðar aðstæður. Enn á ný sannaðist að þjálfun og menntun íslenskra sjómanna skiptir gríðarlegu máli. Við verðum að tryggja að sú menntun verði áfram með þeirri bestu sem gerist í heiminum,“ sagði Gylfi við afhendingu viðurkenningarinnar.

Goðafoss var staðsettur um 70 sjómílur vestur af Færeyjum og á leið til Íslands þegar eldurinn kom upp. Var það klukkan fjögur um nóttu og var vonskuveður. Allir um borð, þrettán í áhöfn og þrír farþegar, sluppu heilir á húfi og áhöfnin náði að ráða niðurlögum eldsins.

Áhöfnin á Goðafossi. F.V. Ægir Jónsson skipstjóri, Kristján Oddsson 1. vélstjóri, Sigurður Sæmundsson háseti, Finnbogi Aðalsteinsson bryti, Ingi Þórir Gunnarsson yfirvélstjóri, Ægir Þór Ægisson rafvirki, Georg Arnar Tómasson háseti, Guðmundur Þ. Sigurjónsson háseti, Leifur Kristjánsson vélavörður og Pétur Daníel Vilbergsson. Á myndina vantar þau Ingu Fanney Egilsdóttur 2. stýrimann, Gunnar Hilmarsson bátsmann og Vigi Má Einarsson háseta.Mynd/Eimskipafélag Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×