Ástþór vill Snowden til Íslands án tafar Boði Logason skrifar 3. júlí 2013 13:23 Það sem Snowden gerði var að afhjúpa grundvallar skipanina í lýðræðislegum þjóðfélögum - hann afhjúpaði lögbrot stjórnvalda í Bandaríkjunum og víðar. Mynd/365 „Ef við grípum ekki í taumana og sýnum ekki að við styðjum full mannréttindi, þá getum við bara lokað sjoppunni," segir Ástþór Magnússon ljósmyndari og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Hann safnar nú undirskriftum frá Íslendingum til að freista þess að veita bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden íslenskan ríkisborgararétt. Í morgun opnaði hann heimasíðuna Austurvöllur.is þar sem Íslendingar geta skrifað undir og skorað á Alþingi að veita Snowden ferðaskilríki sem gera honum kleift að ferðast til Reykjavíkur án tafar. Áskorunin verður svo send á Alþingi. „Eins og staðan er orðin í þessu máli þá held ég að Íslendingar eigi að berja í borðið og segja: Við styðjum opið þjóðfélag og mannréttindi. Það eru sjálfsögð mannréttindi að veita þessum manni hæli," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Það er ekkert mál fyrir Alþingi Íslendinga að senda þessi skilaboð til umheimsins, sérstaklega í ljósi þess að við eigum elsta þjóðþing í heimi. Við eigum að ganga fram fyrir skjöldu í forystu mannréttinda og friði. Grundvöllurinn fyrir friði er lýðræðislegt og opið samfélag," segir Ástþór í samtali við fréttastofu eftir hádegi. Í nótt var flugvél bólivíska forsetans neydd til að lenda í Austurríki vegna gruns um að Snowden væri um borð. Portúgölsk og frönsk yfirvöld meinuðu vélinni að fara um lofhelgi sína. Ástþór segir að með þessu hafi málið tekið nýja stefnu og sýni í raun hversu umsvifamikið það er. „Það sem Snowden gerði var að afhjúpa grundvallar skipanina í lýðræðislegum þjóðfélögum - hann afhjúpaði lögbrot stjórnvalda í Bandaríkjunum og víðar. Þegar evrópuþjóðir, eins og Frakkar, eru farnir að neita flugvélum að fara yfir lofthelgi og leita í forsetavélum að einverjum manni, þá er farið að ganga miklu lengra en eðlilegt er." Ástþór er nú staddur á Spáni þar sem hann vinnur að opnun ljósmyndasýningar nú í júlí. Hann hefur verið að taka myndir undanfarin misseri enda lærður ljósmyndari, eins og Vísir fjallaði um í nóvember síðastliðnum.Hér má sjá ljósmynd sem Ástþór tók í Jökulsárlóni sem verður á ljósmyndasýningu hans sem opnar í Marbella á Spáni síðar í þessum mánuðiMynd/Ástþór Magnússon Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Ef við grípum ekki í taumana og sýnum ekki að við styðjum full mannréttindi, þá getum við bara lokað sjoppunni," segir Ástþór Magnússon ljósmyndari og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Hann safnar nú undirskriftum frá Íslendingum til að freista þess að veita bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden íslenskan ríkisborgararétt. Í morgun opnaði hann heimasíðuna Austurvöllur.is þar sem Íslendingar geta skrifað undir og skorað á Alþingi að veita Snowden ferðaskilríki sem gera honum kleift að ferðast til Reykjavíkur án tafar. Áskorunin verður svo send á Alþingi. „Eins og staðan er orðin í þessu máli þá held ég að Íslendingar eigi að berja í borðið og segja: Við styðjum opið þjóðfélag og mannréttindi. Það eru sjálfsögð mannréttindi að veita þessum manni hæli," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Það er ekkert mál fyrir Alþingi Íslendinga að senda þessi skilaboð til umheimsins, sérstaklega í ljósi þess að við eigum elsta þjóðþing í heimi. Við eigum að ganga fram fyrir skjöldu í forystu mannréttinda og friði. Grundvöllurinn fyrir friði er lýðræðislegt og opið samfélag," segir Ástþór í samtali við fréttastofu eftir hádegi. Í nótt var flugvél bólivíska forsetans neydd til að lenda í Austurríki vegna gruns um að Snowden væri um borð. Portúgölsk og frönsk yfirvöld meinuðu vélinni að fara um lofhelgi sína. Ástþór segir að með þessu hafi málið tekið nýja stefnu og sýni í raun hversu umsvifamikið það er. „Það sem Snowden gerði var að afhjúpa grundvallar skipanina í lýðræðislegum þjóðfélögum - hann afhjúpaði lögbrot stjórnvalda í Bandaríkjunum og víðar. Þegar evrópuþjóðir, eins og Frakkar, eru farnir að neita flugvélum að fara yfir lofthelgi og leita í forsetavélum að einverjum manni, þá er farið að ganga miklu lengra en eðlilegt er." Ástþór er nú staddur á Spáni þar sem hann vinnur að opnun ljósmyndasýningar nú í júlí. Hann hefur verið að taka myndir undanfarin misseri enda lærður ljósmyndari, eins og Vísir fjallaði um í nóvember síðastliðnum.Hér má sjá ljósmynd sem Ástþór tók í Jökulsárlóni sem verður á ljósmyndasýningu hans sem opnar í Marbella á Spáni síðar í þessum mánuðiMynd/Ástþór Magnússon
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira