Ástþór slær í gegn með ljósmyndabók Boði Logason skrifar 9. nóvember 2012 21:05 „Þetta er náttúrulega allt saman sölumennska - það er alltaf verið að selja hugmyndir og fegurð. Í þessu er það náttúrufegurð en í hinu er það persónufegurð," segir Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi, sem hefur nú alfarið snúið sér að ljósmyndun. Svo vel gengur hjá honum að vefur breska blaðið Daily Mail birtir umfjöllun um nýja ljósmyndabók sem hann gaf út á dögunum. Ljósmyndun er ekki ný fyrir Ástþóri því hann lærði tísku- og auglýsingaljósmyndun við hinn virta skóla Medway College of Art and Design í Bretlandi ungur að árum. Hann rak einnig ljósmyndastofu og framköllunarfyrirtæki um árabil. „Ég var með sýningu í Gallerí Fold í sumar, og er að gera myndir með nýrri tækni. Svokallaðar glögg-myndir, þetta eru alveg risastórar myndir allt upp í 1x2 metrar. Ég er núna að fara með þetta í erlend gallerí. Þetta áhugamál kallar alltaf aftur á mann. Ég byrjaði ævina í ljósmyndun og langar að enda hana í ljósmyndun," segir Ástþór. Bókin sem Ástþór var að gefa út nefnist á ensku Iceland Inside og birti vefur Daily Mail nokkrar litskrúðugar myndir úr bókinni og stutt viðtal við Ástþór. Ástþór hefur tekið því rólega frá því að forsetakosningarnar kláruðust í vor. „Ég er úti á Spáni núna, ég er með hús þar. Ég hef verið að fókusa á þessa ljósmyndun og er með síðuna gloggmynd.is. Þannig það er bara bjart í kringum mig." En er hann búinn að hafa samband við skrifstofu forsetans og biðja um að taka mynd af forsetanum, nú þegar hann er aftur farinn að taka myndir? „Nei ég hef nú ekki gert það ennþá," segir hann hlæjandi. „Ég kannski fæ að taka myndir af honum ef hann býður sig fram aftur." En ætlar hann að bjóða sig fram aftur eftir fjögur ár? „Ég veit það nú ekki, ég verð örugglega dauður áður en ég næ að bjóða mig fram aftur án þess að hann sé þarna," segir hann að lokum. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
„Þetta er náttúrulega allt saman sölumennska - það er alltaf verið að selja hugmyndir og fegurð. Í þessu er það náttúrufegurð en í hinu er það persónufegurð," segir Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi, sem hefur nú alfarið snúið sér að ljósmyndun. Svo vel gengur hjá honum að vefur breska blaðið Daily Mail birtir umfjöllun um nýja ljósmyndabók sem hann gaf út á dögunum. Ljósmyndun er ekki ný fyrir Ástþóri því hann lærði tísku- og auglýsingaljósmyndun við hinn virta skóla Medway College of Art and Design í Bretlandi ungur að árum. Hann rak einnig ljósmyndastofu og framköllunarfyrirtæki um árabil. „Ég var með sýningu í Gallerí Fold í sumar, og er að gera myndir með nýrri tækni. Svokallaðar glögg-myndir, þetta eru alveg risastórar myndir allt upp í 1x2 metrar. Ég er núna að fara með þetta í erlend gallerí. Þetta áhugamál kallar alltaf aftur á mann. Ég byrjaði ævina í ljósmyndun og langar að enda hana í ljósmyndun," segir Ástþór. Bókin sem Ástþór var að gefa út nefnist á ensku Iceland Inside og birti vefur Daily Mail nokkrar litskrúðugar myndir úr bókinni og stutt viðtal við Ástþór. Ástþór hefur tekið því rólega frá því að forsetakosningarnar kláruðust í vor. „Ég er úti á Spáni núna, ég er með hús þar. Ég hef verið að fókusa á þessa ljósmyndun og er með síðuna gloggmynd.is. Þannig það er bara bjart í kringum mig." En er hann búinn að hafa samband við skrifstofu forsetans og biðja um að taka mynd af forsetanum, nú þegar hann er aftur farinn að taka myndir? „Nei ég hef nú ekki gert það ennþá," segir hann hlæjandi. „Ég kannski fæ að taka myndir af honum ef hann býður sig fram aftur." En ætlar hann að bjóða sig fram aftur eftir fjögur ár? „Ég veit það nú ekki, ég verð örugglega dauður áður en ég næ að bjóða mig fram aftur án þess að hann sé þarna," segir hann að lokum.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira