Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Þór 1-2 Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júlí 2013 11:03 Þórsarar unnu góðan útisigur, 2-1, á ÍA í tíundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum upp á Akranesi. Tvö mörk voru skoruð í viðbótartímanum og ótrúlegur endir. Hlynur Atli Magnússon var hetja Þórs undir lokin. Leikurinn hófst með miklum látum en eftir aðeins fimm mínútna leik fengu Þórsarar dæmda vítaspyrnu þegar Joakim Wrele, leikmaður ÍA, setti öxlina í Orra Frey Hjaltalín innan vítateigs og Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins, benti á punktinn. Líklega rangur dómur. Chukwudi Chijindu, leikmaður Þórs, steig á punktinn en Páll Gísli Jónsson varði skotið nokkuð vel. Chuk skaut að vísu beint á hann. Eftir vítaspyrnudóminn varð leikurinn verulega harður og leikmenn létu finna fyrir sér. Gæði fótboltans urðu því að víkja og var því staðan 0-0 í hálfleik. Þórsarar voru mun ákveðnari í byrjun síðari hálfleik og það leið ekki að löngu þar til fyrsta mark leiksins hafði litið dagsins ljós. Chukwudi Chijindu skoraði flott mark eftir fína stungusendingu frá Mark Tubæk. Varnarleikur Skagamanna leit illa út í aðdraganda marksins. Það kórónaði allt saman þegar Jóhannes Karl Guðjónsson fékk beint rautt spjald eftir að leikmaður Þórs tæklaði hann niður. Jóhannes Karl stóð upp og hrinti Þórsaranum niður og fékk réttilega rautt. Skagamenn hresstust örlítið eftir markið og náðu eftir mikið harðfylgi að jafna metin í uppbótartíma þegar Garðar Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnu. Tæpur dómur. Þórsarar brunuðu í sókn því næst og náðu á einhvern ótrúlegan hátt að skora sigurmarkið. Hlynur Atli Magnússon mokaði boltanum í netið eftir sendingu frá Mark Tubæk. Þór er komið með 13 stig í deildinni en Skagamenn sem fyrr í næstneðsta sæti með 3 stig. Páll: Rosalegur rússíbani þessi leikur„Þetta var mikill rússíbani,“ sagði Páll Gíslason, þjálfari Þórs, eftir sigurinn í kvöld. „Annan leikinn í röð vorum við nærum því búnir að halda markinu hreinu. Við fengum dæmda á okkur vítaspyrnu sem ég veit ekkert hvað var dæmt á. Núna er mér reyndar alveg slétt sama.“ „Við höfum verið að berjast við mótlæti í allt sumar og erum að standast það núna.“ „Þetta tímabil fór hægt af stað fyrir okkur en núna er þetta loksins að koma. Það voru margir þættir sem spiluðu inní af hverju liðið lék ekki betur í upphafi mótsins, en núna erum við orðnir fullmannaðir.“ „13 stig er mjög fínt en við ætlum okkur að safna fleiri stigum, það er á hreinu.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Þorvaldur: Dómarinn vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara„Þetta var mikill baráttuleikur og við reyndum að spila okkar leik,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Leikurinn riðlaðist mikið útaf aukaspyrnum og brotum og fékk því ekki að ganga vel.“ „Dómarinn [Örvar Sær Gíslason] átti ekki gott kvöld, hann átti erfitt uppdráttar oft á tíðum. Hann vissi oft ekki hvort hann væri að koma eða fara.“ „Eins og má við búast á svona tíma þegar lið eru í svona stöðu og menn að berjast fyrir lífi sínu þá er sóknarleikurinn ekki nægilega beittur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þorvald með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Þórsarar unnu góðan útisigur, 2-1, á ÍA í tíundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum upp á Akranesi. Tvö mörk voru skoruð í viðbótartímanum og ótrúlegur endir. Hlynur Atli Magnússon var hetja Þórs undir lokin. Leikurinn hófst með miklum látum en eftir aðeins fimm mínútna leik fengu Þórsarar dæmda vítaspyrnu þegar Joakim Wrele, leikmaður ÍA, setti öxlina í Orra Frey Hjaltalín innan vítateigs og Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins, benti á punktinn. Líklega rangur dómur. Chukwudi Chijindu, leikmaður Þórs, steig á punktinn en Páll Gísli Jónsson varði skotið nokkuð vel. Chuk skaut að vísu beint á hann. Eftir vítaspyrnudóminn varð leikurinn verulega harður og leikmenn létu finna fyrir sér. Gæði fótboltans urðu því að víkja og var því staðan 0-0 í hálfleik. Þórsarar voru mun ákveðnari í byrjun síðari hálfleik og það leið ekki að löngu þar til fyrsta mark leiksins hafði litið dagsins ljós. Chukwudi Chijindu skoraði flott mark eftir fína stungusendingu frá Mark Tubæk. Varnarleikur Skagamanna leit illa út í aðdraganda marksins. Það kórónaði allt saman þegar Jóhannes Karl Guðjónsson fékk beint rautt spjald eftir að leikmaður Þórs tæklaði hann niður. Jóhannes Karl stóð upp og hrinti Þórsaranum niður og fékk réttilega rautt. Skagamenn hresstust örlítið eftir markið og náðu eftir mikið harðfylgi að jafna metin í uppbótartíma þegar Garðar Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnu. Tæpur dómur. Þórsarar brunuðu í sókn því næst og náðu á einhvern ótrúlegan hátt að skora sigurmarkið. Hlynur Atli Magnússon mokaði boltanum í netið eftir sendingu frá Mark Tubæk. Þór er komið með 13 stig í deildinni en Skagamenn sem fyrr í næstneðsta sæti með 3 stig. Páll: Rosalegur rússíbani þessi leikur„Þetta var mikill rússíbani,“ sagði Páll Gíslason, þjálfari Þórs, eftir sigurinn í kvöld. „Annan leikinn í röð vorum við nærum því búnir að halda markinu hreinu. Við fengum dæmda á okkur vítaspyrnu sem ég veit ekkert hvað var dæmt á. Núna er mér reyndar alveg slétt sama.“ „Við höfum verið að berjast við mótlæti í allt sumar og erum að standast það núna.“ „Þetta tímabil fór hægt af stað fyrir okkur en núna er þetta loksins að koma. Það voru margir þættir sem spiluðu inní af hverju liðið lék ekki betur í upphafi mótsins, en núna erum við orðnir fullmannaðir.“ „13 stig er mjög fínt en við ætlum okkur að safna fleiri stigum, það er á hreinu.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Þorvaldur: Dómarinn vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara„Þetta var mikill baráttuleikur og við reyndum að spila okkar leik,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Leikurinn riðlaðist mikið útaf aukaspyrnum og brotum og fékk því ekki að ganga vel.“ „Dómarinn [Örvar Sær Gíslason] átti ekki gott kvöld, hann átti erfitt uppdráttar oft á tíðum. Hann vissi oft ekki hvort hann væri að koma eða fara.“ „Eins og má við búast á svona tíma þegar lið eru í svona stöðu og menn að berjast fyrir lífi sínu þá er sóknarleikurinn ekki nægilega beittur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þorvald með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira