Talinn fíkniefnasali eftir Vodafone-leka Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2013 15:41 Eyjólfur. Skilaboð hans um nýtt spil voru umsvifalaust túlkuð sem svo að Eyjólfur stæði í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Kári Eiríksson Eyjólfur Þorleifsson, spilasmiður með meiru, er sagður dópsali eftir Vodafone-lekann og frjálslega túlkun netverja á sms-skilaboðum hans. „Nei, ég hef ekki orðið fyrir miklum óþægindum vegna þessa en eðlilega er margt sem lætur manni líða betur. Megi aðrir hafa skömmina.“Auglýsti framleiðslu en ekki á fíkniefnum Eyjólfur er eitt fórnarlamba Vodafone-lekans og þá með allsérstæðum hætti. Hann fékk ábendingu varðandi umræðu á netinu og sneri að meintri fíkniefnasölu hans. „Þetta mátti víst allt lesa út úr skilaboðum sem mér bárust í gegnum heimasíðu Vodafone í sumar. Skilaboðin voru eftirfarandi: „Þetta lítur ógeðslega vel út maður. Heldurðu að þú gætir útbúið svona 1000 stk. sem ég gæti tekið með og selt á Þjóðhátíð? Myndi rjúka út á 12.900 stykkið.“ Ekki þurfti frekari vitnanna við. „Sannarlega varða skilaboðin framleiðslu og það mína eigin framleiðslu. En ekki á fíkniefnum, heldur útileikfangi sem ég hef verið að þróa síðustu tvö ár. Þó svo ég trúi því að leikurinn sé ávanabindandi þá er fulldjúpt í árina tekið að setja hann í flokk með almennum fíkniefnum Umrætt sms kemur í kjölfarið á mynd sem ég sendi af frumgerð fyrirbærisins, og er blanda af hrósi, gríni og kaldhæðni milli tveggja vina,“ segir Eyjólfur.Látið einkamál annarra í friði Eyjólfur segir þessa frjálslegu túlkun og forvitni segja ýmislegt um það samfélag sem internetið er orðið. Og hann hefur þetta að segja til forvitinna á netinu: „Til ykkar sem höfðuð fyrir því að gramsa í gegnum mín sms og draga ykkar dapurlegu ályktanir, þá vil ég segja þetta; Lærið lexíu. Látið einkamál annarra í friði og nýtið frekar tímann í eitthvað uppbyggilegt. Til dæmis að rækta ykkar eigið siðferði og almennan þankagang.“ Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Eyjólfur hefur sagt þessa sögu sína á Facebook og vonar að sem flestir sjái þá frásögn, sem líklega er „hin besta auglýsing fyrir leikfangið mitt sem vonandi kemur í sölu næsta sumar. En ég vara ykkur við. Leikurinn gæti reynst hættulega ávanabindandi.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Eyjólfur Þorleifsson, spilasmiður með meiru, er sagður dópsali eftir Vodafone-lekann og frjálslega túlkun netverja á sms-skilaboðum hans. „Nei, ég hef ekki orðið fyrir miklum óþægindum vegna þessa en eðlilega er margt sem lætur manni líða betur. Megi aðrir hafa skömmina.“Auglýsti framleiðslu en ekki á fíkniefnum Eyjólfur er eitt fórnarlamba Vodafone-lekans og þá með allsérstæðum hætti. Hann fékk ábendingu varðandi umræðu á netinu og sneri að meintri fíkniefnasölu hans. „Þetta mátti víst allt lesa út úr skilaboðum sem mér bárust í gegnum heimasíðu Vodafone í sumar. Skilaboðin voru eftirfarandi: „Þetta lítur ógeðslega vel út maður. Heldurðu að þú gætir útbúið svona 1000 stk. sem ég gæti tekið með og selt á Þjóðhátíð? Myndi rjúka út á 12.900 stykkið.“ Ekki þurfti frekari vitnanna við. „Sannarlega varða skilaboðin framleiðslu og það mína eigin framleiðslu. En ekki á fíkniefnum, heldur útileikfangi sem ég hef verið að þróa síðustu tvö ár. Þó svo ég trúi því að leikurinn sé ávanabindandi þá er fulldjúpt í árina tekið að setja hann í flokk með almennum fíkniefnum Umrætt sms kemur í kjölfarið á mynd sem ég sendi af frumgerð fyrirbærisins, og er blanda af hrósi, gríni og kaldhæðni milli tveggja vina,“ segir Eyjólfur.Látið einkamál annarra í friði Eyjólfur segir þessa frjálslegu túlkun og forvitni segja ýmislegt um það samfélag sem internetið er orðið. Og hann hefur þetta að segja til forvitinna á netinu: „Til ykkar sem höfðuð fyrir því að gramsa í gegnum mín sms og draga ykkar dapurlegu ályktanir, þá vil ég segja þetta; Lærið lexíu. Látið einkamál annarra í friði og nýtið frekar tímann í eitthvað uppbyggilegt. Til dæmis að rækta ykkar eigið siðferði og almennan þankagang.“ Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Eyjólfur hefur sagt þessa sögu sína á Facebook og vonar að sem flestir sjái þá frásögn, sem líklega er „hin besta auglýsing fyrir leikfangið mitt sem vonandi kemur í sölu næsta sumar. En ég vara ykkur við. Leikurinn gæti reynst hættulega ávanabindandi.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira