Fótbolti

Alfreð og Lewandowski gerðu jafnmörg mörk á tímabilinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alfreð Finnbogason í leik með Heereeven.
Alfreð Finnbogason í leik með Heereeven. Mynd / Getty Images
Alfreð Finnbogason, leikmaður Heerenveen, kemst á lista yfir tíu markahæstu leikmenn Evrópu með 38 mörk á tímabilinu.

Þetta kemur fram í blaðinu Voetbal International í Hollandi en Alfreð gerði mörkin 38 með Helsingborg, Heerenveen og íslenska landsliðinu. 

Alfreð hefur verið orðaður við fjöldann allan af félögum í Evrópu og líklegt verður að teljast að leikmaðurinn fari frá hollenska félaginu í sumar. Hér að neðan má sjá listann í heild sinni:

Markahæstu leikmenn tímabilsins 2012/2013:

1. Lionel Messi, Barcelona og Argentína - 66 mörk

2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid og Portúgal - 59 mörk

3. Zlatan Ibrahimovic, París SG og Svíþjóð - 43 mörk

4-5. Philipp Hosiner, Austria Vín, Admira Wacker og Austurríki - 41 mark

4-5. Edinson Cavani, Napoli og Úrúgvæ - 41 mark

6-7. Wilfred Bony, Vitesse og Fílabeinsströndin - 40 mörk

6-7. Radamel Falcao, Atlético Madrid og Kólumbía - 40 mörk

8-9. Alfreð Finnbogason, Helsingborg, Heerenveen og Ísland - 38 mörk

8-9. Robert Lewandowski, Dortmund og Pólland - 38 mörk

10-11. Liam Boyce, Cliftonville og Norður-Írland - 36 mörk

10-11. Robin van Persie, Man.Utd og Holland - 36 mörk






Fleiri fréttir

Sjá meira


×