Stjórnarandstæðingar söknuðu Sigmundar Davíðs Brjánn Jónasson skrifar 18. október 2013 06:15 Sigmundur Davíð hefur verið erlendis frá því á þriðjudag, en er væntanlegur til starfa um helgina. Fréttablaðið/Valli Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata kvörtuðu undan fjarvistum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær. Ráðherrann er erlendis í einkaerindum en er væntanlegur aftur til starfa um helgina, segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Þetta er þriðji óundirbúni fyrirspurnatíminn í röð þar sem ráðherrann er fjarverandi, það eru tíu dagar og stefnir í að það líði þrjár vikur á hábjargræðistímanum milli þess sem forsætisráðherra er hér til andsvara,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum á Alþingi í gær. Samkvæmt dagskrá Alþingis var Sigmundur Davíð síðast viðstaddur óundirbúinn fyrirspurnartíma 8. október síðastliðinn.Helgi Hjörvar„Þegar það er hlutverk Alþingis að veita framkvæmdavaldinu aðhald þá er það nú býsna erfitt að gera ef að verkstjóri framkvæmdavaldsins, forsætisráðherra sjálfur er hér vikum saman ekki til svara fyrir þingmenn,“ sagði Helgi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir orð Helga, og sagðist raunar sakna þess að ráðherrar tækju þátt í umræðum á þingi. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra og ritari Framsóknarflokksins, sagði fjarveru forsætisráðherra ekki hafa áhrif á aðra ráðherra. Þeir séu sjálfstæðir í sínum störfum og þurfi ef til vill ekki jafn mikla verkstjórn af hendi forsætisráðherra og hafi tíðkast hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Alla jafna eru tveir ríkisstjórnarfundir í hverri viku sem þing starfar, á þriðjudögum og föstudögum, en báðir fundirnir falla niður þessa vikuna. Næsti ríkisstjórnarfundur verður haldinn á þriðjudag samkvæmt áætlun segir Jóhannes.Ekkert til að ræða á Alþingi Samkvæmt dagskrá Alþingis átti að halda þingfund í dag, en hann var felldur niður. „Þingstörfin hafa gengið mjög vel í vikunni og málum sem fram komu hefur miðað vel áfram,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Því hafi ekki verið tilefni til að halda þingfund í dag. Bent hefur verið á að fá stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi frá því þing var sett í haust. „Það eru ekki komin mörg mál, það er alveg rétt. Það setur sinn svip á þetta. En það er nú því miður allt of algengt að þetta eigi sér stað á fyrsta mánuði þingsins svo ég held að þetta sé ekki neitt afbrigðilegt,“ segir Einar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir von á einhverjum málum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar í næstu viku. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata kvörtuðu undan fjarvistum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær. Ráðherrann er erlendis í einkaerindum en er væntanlegur aftur til starfa um helgina, segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Þetta er þriðji óundirbúni fyrirspurnatíminn í röð þar sem ráðherrann er fjarverandi, það eru tíu dagar og stefnir í að það líði þrjár vikur á hábjargræðistímanum milli þess sem forsætisráðherra er hér til andsvara,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum á Alþingi í gær. Samkvæmt dagskrá Alþingis var Sigmundur Davíð síðast viðstaddur óundirbúinn fyrirspurnartíma 8. október síðastliðinn.Helgi Hjörvar„Þegar það er hlutverk Alþingis að veita framkvæmdavaldinu aðhald þá er það nú býsna erfitt að gera ef að verkstjóri framkvæmdavaldsins, forsætisráðherra sjálfur er hér vikum saman ekki til svara fyrir þingmenn,“ sagði Helgi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir orð Helga, og sagðist raunar sakna þess að ráðherrar tækju þátt í umræðum á þingi. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra og ritari Framsóknarflokksins, sagði fjarveru forsætisráðherra ekki hafa áhrif á aðra ráðherra. Þeir séu sjálfstæðir í sínum störfum og þurfi ef til vill ekki jafn mikla verkstjórn af hendi forsætisráðherra og hafi tíðkast hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Alla jafna eru tveir ríkisstjórnarfundir í hverri viku sem þing starfar, á þriðjudögum og föstudögum, en báðir fundirnir falla niður þessa vikuna. Næsti ríkisstjórnarfundur verður haldinn á þriðjudag samkvæmt áætlun segir Jóhannes.Ekkert til að ræða á Alþingi Samkvæmt dagskrá Alþingis átti að halda þingfund í dag, en hann var felldur niður. „Þingstörfin hafa gengið mjög vel í vikunni og málum sem fram komu hefur miðað vel áfram,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Því hafi ekki verið tilefni til að halda þingfund í dag. Bent hefur verið á að fá stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi frá því þing var sett í haust. „Það eru ekki komin mörg mál, það er alveg rétt. Það setur sinn svip á þetta. En það er nú því miður allt of algengt að þetta eigi sér stað á fyrsta mánuði þingsins svo ég held að þetta sé ekki neitt afbrigðilegt,“ segir Einar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir von á einhverjum málum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar í næstu viku.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira