Innfluttar eftirlíkingar af hönnunarvöru: „Þetta eru ólöglegir hlutir“ Hrund Þórsdóttir skrifar 18. október 2013 18:45 Reglulega koma upp mál þar sem leikur grunur á að brotið hafi verið gegn hugverkaréttindum og eru eftirlíkingar af hönnunarvörum fluttar til landsins í stórum stíl þótt slíkt sé ólöglegt. Þá eru gerðar eftirlíkingar af íslenskri hönnun erlendis. Árið 2010 komu upp 17 mál, árið 2011 18 mál og á síðasta ári voru þau 19. Á þessu ári hafa komið upp 9 mál með um 500 hlutum og er samanlagt tollverð þeirra hátt í 5 milljónir króna. Um er að ræða fjölbreytt úrval af vörum, svo sem raftæki, snyrtivörur, gleraugu og fatnað. Í einu málinu var stöðvuð sending frá Kína með á annað hundrað eftirlíkingum af hönnunarhúsgögnum. Oftast er samið um förgun og geta þeir sem þetta stunda setið uppi með mikið tap. Þá þurfa þeir oft að greiða lögfræðikostnað að auki. Refsiheimildir eru til staðar í lögum og hljóða upp á allt að tveggja ára fangelsi, en lítið hefur reynt á þær enn sem komið er. Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, situr fyrir hönd Hönnunarmiðstöðvar Íslands í nefnd hjá Einkaleyfastofu um höfundaréttarmál. „Þetta er náttúrulega eitt af því örfáa sem við hötum, yfirleitt erum við jákvætt fólk,“ segir hann. Eyjólfur segir flesta kaupa eftirlíkingar frá Kína. „Og að sjálfsögðu mega þær ekki koma hingað, af því að þetta eru ólöglegir hlutir,“ segir hann. Eyjólfur segir marga panta eftirlíkingar í stórum stíl og græða mikið á endursölu. Lítum á dæmi af kínversku netsíðunni Ali Express. Hinn frægi stóll, Eggið, kostar tæpar 700 þúsund krónur hjá Eyjólfi í Epal en á Ali Express fæst eftirlíking á rúmar 40 þúsund krónur. Stóllinn Svanurinn kostar tæpar 400 þúsund krónur en Ali Express býður eftirlíkingu á 43 þúsund. Þá kosta tveir Eames stólar um 110 þúsund í Pennanum en fást á Ali Express fyrir tæpar 30 þúsund krónur. Sendingarkostnaður til Íslands er enginn. Þegar leitað er að húsgagnaeftirlíkingum á síðunni koma upp margir valmöguleikar og þetta freistar margra en Eyjólfur segir tollayfirvöld hafa staðið sig vel í að grípa sendingar til landsins, enda sé auðveldara að stöðva húsgagnaflutninga en niðurhal af netinu, til dæmis á tónlist. Það sé þó ekki síður mikilvægt. Eyjólfur segir eftirlíkingar endast illa og að flestir séu meðvitaðir um raunverulega hönnunarhluti. „Og ég held satt að segja að menn séu ekki mjög hrifnir ef þú kemur inn á heimili og segir: „Já, ertu með eftirlíkingu?“. Það hljómar ekki vel,“ segir hann. Hann kveðst hafa orðið var við eftirlíkingar af íslenskri hönnun erlendis. „Það fannst mér viss áfangi, en sorglegur áfangi.“ Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Reglulega koma upp mál þar sem leikur grunur á að brotið hafi verið gegn hugverkaréttindum og eru eftirlíkingar af hönnunarvörum fluttar til landsins í stórum stíl þótt slíkt sé ólöglegt. Þá eru gerðar eftirlíkingar af íslenskri hönnun erlendis. Árið 2010 komu upp 17 mál, árið 2011 18 mál og á síðasta ári voru þau 19. Á þessu ári hafa komið upp 9 mál með um 500 hlutum og er samanlagt tollverð þeirra hátt í 5 milljónir króna. Um er að ræða fjölbreytt úrval af vörum, svo sem raftæki, snyrtivörur, gleraugu og fatnað. Í einu málinu var stöðvuð sending frá Kína með á annað hundrað eftirlíkingum af hönnunarhúsgögnum. Oftast er samið um förgun og geta þeir sem þetta stunda setið uppi með mikið tap. Þá þurfa þeir oft að greiða lögfræðikostnað að auki. Refsiheimildir eru til staðar í lögum og hljóða upp á allt að tveggja ára fangelsi, en lítið hefur reynt á þær enn sem komið er. Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, situr fyrir hönd Hönnunarmiðstöðvar Íslands í nefnd hjá Einkaleyfastofu um höfundaréttarmál. „Þetta er náttúrulega eitt af því örfáa sem við hötum, yfirleitt erum við jákvætt fólk,“ segir hann. Eyjólfur segir flesta kaupa eftirlíkingar frá Kína. „Og að sjálfsögðu mega þær ekki koma hingað, af því að þetta eru ólöglegir hlutir,“ segir hann. Eyjólfur segir marga panta eftirlíkingar í stórum stíl og græða mikið á endursölu. Lítum á dæmi af kínversku netsíðunni Ali Express. Hinn frægi stóll, Eggið, kostar tæpar 700 þúsund krónur hjá Eyjólfi í Epal en á Ali Express fæst eftirlíking á rúmar 40 þúsund krónur. Stóllinn Svanurinn kostar tæpar 400 þúsund krónur en Ali Express býður eftirlíkingu á 43 þúsund. Þá kosta tveir Eames stólar um 110 þúsund í Pennanum en fást á Ali Express fyrir tæpar 30 þúsund krónur. Sendingarkostnaður til Íslands er enginn. Þegar leitað er að húsgagnaeftirlíkingum á síðunni koma upp margir valmöguleikar og þetta freistar margra en Eyjólfur segir tollayfirvöld hafa staðið sig vel í að grípa sendingar til landsins, enda sé auðveldara að stöðva húsgagnaflutninga en niðurhal af netinu, til dæmis á tónlist. Það sé þó ekki síður mikilvægt. Eyjólfur segir eftirlíkingar endast illa og að flestir séu meðvitaðir um raunverulega hönnunarhluti. „Og ég held satt að segja að menn séu ekki mjög hrifnir ef þú kemur inn á heimili og segir: „Já, ertu með eftirlíkingu?“. Það hljómar ekki vel,“ segir hann. Hann kveðst hafa orðið var við eftirlíkingar af íslenskri hönnun erlendis. „Það fannst mér viss áfangi, en sorglegur áfangi.“
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira