Íslenski boltinn

2.909 dagar síðan KR vann Val á KR-velli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Tveir frestaðir leikir úr 10. umferð fara fram í Pepsi-deild karla í kvöld og hafa úrslit þeirra mikil áhrif á baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn.

Topplið KR tekur þá á móti Val á KR-vellinum og á sama tíma mætast liðin í 3. (Stjarnan) og 4. sæti (Breiðablik) á Kópavogsvellinum. Báðir leikir hefjast klukkan 18.00 og Stöð 2 Sport sýnir beint frá KR-vellinum.

KR getur náð fjögurra stiga forskoti á FH með sigri á Val en þá þurfa Vesturbæingar að gera það sem þeim hefur ekki tekist undanfarin sjö sumur.

KR vann síðast heimasigur á Val 11. september 2005 en síðan hafa Valsmenn tekið heim með sér 17 stig af KR-vellinum. Þegar KR vann Val síðast fyrir 2.909 dögum skoraði GrétarÓlafur Hjartarson bæði mörkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×