Íslenski boltinn

Víkingar úr leik í Futsal Cup

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Víkingur Ólafsvík er úr leik í Futsal Cup eftir 2-6 tap í kvöld í úrslitaleik riðilsins á móti gríska liðinu Athina '90. Guðmundur Magnússon og Juan Manuel Torres skoruðu mörk Víkinga í leiknum.

Víkingar unnu 8-7 sigur á eistneska liðinu Anzhi Tallinn í fyrsta leiknum sínum en gríska liðið vann Eistana örugglega og sýndi síðan styrk sinn í úrslitaleiknum í kvöld. Víkingar áttu reyndar miklu fleiri skot (47-21) en gestirnir nýttu færin sín miklu betur.

Staðan var 1-1 í hálfleik eftir að Guðmundur Magnússon jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Grikkirnir komust síðan í 6-1 í seinni hálfleiknum áður en Torres minnkaði muninn rétt fyrir leikslok eftir sendingu frá Antonio Mossi.

Víkingar geta nú farið að einbeita sér að halda sæti sínu í Pepsi-deild karla en liðið situr eins og er í fallsæti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×