Ólafur Darri: "Maður getur auðvitað aldrei ætlast til að fólk sé svona örlátt" Hrund Þórsdóttir skrifar 23. ágúst 2013 18:45 Sunna Valdís, sjö ára og Ólafur Darri eru miklir vinir og hleypur hann fyrir Sunnu í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í þrítugasta sinn á morgun og hátt í tólf þúsund manns hafa skráð sig. Áheitasöfnun hlaupsins, á hlaupastyrkur.is, gengur vonum framar og hafa safnast yfir 50 milljónir til góðgerðarmála, sem er met. Á toppnum trónir listamaðurinn Ólafur Darri Ólafsson, sem nálgast eina milljón króna. Hann ætlar tíu kílómetra og heitir á AHC samtökin fyrir vinkonu sína Sunnu Valdísi. Hún er eini Íslendingurinn með AHC sjúkdóminn sem veldur meðal annars lömunarköstum og er Sunna sjö ára en með þroska á við þriggja ára barn. Sunna tók ástfóstri við Ólaf og bjó til glæsileg klippimyndaplaköt af honum. „Þannig að ég hringdi svo í Darra og spurði hvort hann væri tilbúinn að koma og hitta litlu dóttur mína sem væri eltihrellir. Hún vildi endilega fá hann í kaffi, en hún væri bara svona krúttlegur eltihrellir,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu Valdísar, hlæjandi. Mikil vinátta tókst og ákvað Ólafur að safna peningum til rannsókna á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Hann hlakkar mikið til hlaupsins og kveðst þakklátur fyrir góð viðbrögð við söfnuninni. „Maður getur auðvitað aldrei ætlast til að fólk sé svona örlátt og gjafmilt en á sama tíma hafði ég alveg trú á því að við gætum náð þessu,“ segir Ólafur. Hann setti markið á að safna milljón en setur sér ekki tímatakmörk í hlaupinu. „Ég hef sex tíma til að komast í mark, ég er að pæla í að hafa þá fimm,“ segir hann og hlær. „Nei annars, ég ætla bara að njóta þess að gera þetta, fyrst og fremst.“ Sunna getur ekki farið með í bæinn á morgun vegna álags og margmennis en Sigurður segir stemmninguna í kringum hlaupið einstaka. „Fyrir okkur er þetta skemmtilegasti dagur ársins. Engin spurning,“ segir hann og Ólafur bætir við: „Kannski er þetta dagurinn sem við virkilega gefum af okkur, en við megum ekki gleyma að gefa af okkur hina 364 daga ársins.“ Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Reykjavíkurmaraþonið fer fram í þrítugasta sinn á morgun og hátt í tólf þúsund manns hafa skráð sig. Áheitasöfnun hlaupsins, á hlaupastyrkur.is, gengur vonum framar og hafa safnast yfir 50 milljónir til góðgerðarmála, sem er met. Á toppnum trónir listamaðurinn Ólafur Darri Ólafsson, sem nálgast eina milljón króna. Hann ætlar tíu kílómetra og heitir á AHC samtökin fyrir vinkonu sína Sunnu Valdísi. Hún er eini Íslendingurinn með AHC sjúkdóminn sem veldur meðal annars lömunarköstum og er Sunna sjö ára en með þroska á við þriggja ára barn. Sunna tók ástfóstri við Ólaf og bjó til glæsileg klippimyndaplaköt af honum. „Þannig að ég hringdi svo í Darra og spurði hvort hann væri tilbúinn að koma og hitta litlu dóttur mína sem væri eltihrellir. Hún vildi endilega fá hann í kaffi, en hún væri bara svona krúttlegur eltihrellir,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu Valdísar, hlæjandi. Mikil vinátta tókst og ákvað Ólafur að safna peningum til rannsókna á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Hann hlakkar mikið til hlaupsins og kveðst þakklátur fyrir góð viðbrögð við söfnuninni. „Maður getur auðvitað aldrei ætlast til að fólk sé svona örlátt og gjafmilt en á sama tíma hafði ég alveg trú á því að við gætum náð þessu,“ segir Ólafur. Hann setti markið á að safna milljón en setur sér ekki tímatakmörk í hlaupinu. „Ég hef sex tíma til að komast í mark, ég er að pæla í að hafa þá fimm,“ segir hann og hlær. „Nei annars, ég ætla bara að njóta þess að gera þetta, fyrst og fremst.“ Sunna getur ekki farið með í bæinn á morgun vegna álags og margmennis en Sigurður segir stemmninguna í kringum hlaupið einstaka. „Fyrir okkur er þetta skemmtilegasti dagur ársins. Engin spurning,“ segir hann og Ólafur bætir við: „Kannski er þetta dagurinn sem við virkilega gefum af okkur, en við megum ekki gleyma að gefa af okkur hina 364 daga ársins.“
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira