Ólafur Darri: "Maður getur auðvitað aldrei ætlast til að fólk sé svona örlátt" Hrund Þórsdóttir skrifar 23. ágúst 2013 18:45 Sunna Valdís, sjö ára og Ólafur Darri eru miklir vinir og hleypur hann fyrir Sunnu í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í þrítugasta sinn á morgun og hátt í tólf þúsund manns hafa skráð sig. Áheitasöfnun hlaupsins, á hlaupastyrkur.is, gengur vonum framar og hafa safnast yfir 50 milljónir til góðgerðarmála, sem er met. Á toppnum trónir listamaðurinn Ólafur Darri Ólafsson, sem nálgast eina milljón króna. Hann ætlar tíu kílómetra og heitir á AHC samtökin fyrir vinkonu sína Sunnu Valdísi. Hún er eini Íslendingurinn með AHC sjúkdóminn sem veldur meðal annars lömunarköstum og er Sunna sjö ára en með þroska á við þriggja ára barn. Sunna tók ástfóstri við Ólaf og bjó til glæsileg klippimyndaplaköt af honum. „Þannig að ég hringdi svo í Darra og spurði hvort hann væri tilbúinn að koma og hitta litlu dóttur mína sem væri eltihrellir. Hún vildi endilega fá hann í kaffi, en hún væri bara svona krúttlegur eltihrellir,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu Valdísar, hlæjandi. Mikil vinátta tókst og ákvað Ólafur að safna peningum til rannsókna á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Hann hlakkar mikið til hlaupsins og kveðst þakklátur fyrir góð viðbrögð við söfnuninni. „Maður getur auðvitað aldrei ætlast til að fólk sé svona örlátt og gjafmilt en á sama tíma hafði ég alveg trú á því að við gætum náð þessu,“ segir Ólafur. Hann setti markið á að safna milljón en setur sér ekki tímatakmörk í hlaupinu. „Ég hef sex tíma til að komast í mark, ég er að pæla í að hafa þá fimm,“ segir hann og hlær. „Nei annars, ég ætla bara að njóta þess að gera þetta, fyrst og fremst.“ Sunna getur ekki farið með í bæinn á morgun vegna álags og margmennis en Sigurður segir stemmninguna í kringum hlaupið einstaka. „Fyrir okkur er þetta skemmtilegasti dagur ársins. Engin spurning,“ segir hann og Ólafur bætir við: „Kannski er þetta dagurinn sem við virkilega gefum af okkur, en við megum ekki gleyma að gefa af okkur hina 364 daga ársins.“ Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Reykjavíkurmaraþonið fer fram í þrítugasta sinn á morgun og hátt í tólf þúsund manns hafa skráð sig. Áheitasöfnun hlaupsins, á hlaupastyrkur.is, gengur vonum framar og hafa safnast yfir 50 milljónir til góðgerðarmála, sem er met. Á toppnum trónir listamaðurinn Ólafur Darri Ólafsson, sem nálgast eina milljón króna. Hann ætlar tíu kílómetra og heitir á AHC samtökin fyrir vinkonu sína Sunnu Valdísi. Hún er eini Íslendingurinn með AHC sjúkdóminn sem veldur meðal annars lömunarköstum og er Sunna sjö ára en með þroska á við þriggja ára barn. Sunna tók ástfóstri við Ólaf og bjó til glæsileg klippimyndaplaköt af honum. „Þannig að ég hringdi svo í Darra og spurði hvort hann væri tilbúinn að koma og hitta litlu dóttur mína sem væri eltihrellir. Hún vildi endilega fá hann í kaffi, en hún væri bara svona krúttlegur eltihrellir,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu Valdísar, hlæjandi. Mikil vinátta tókst og ákvað Ólafur að safna peningum til rannsókna á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Hann hlakkar mikið til hlaupsins og kveðst þakklátur fyrir góð viðbrögð við söfnuninni. „Maður getur auðvitað aldrei ætlast til að fólk sé svona örlátt og gjafmilt en á sama tíma hafði ég alveg trú á því að við gætum náð þessu,“ segir Ólafur. Hann setti markið á að safna milljón en setur sér ekki tímatakmörk í hlaupinu. „Ég hef sex tíma til að komast í mark, ég er að pæla í að hafa þá fimm,“ segir hann og hlær. „Nei annars, ég ætla bara að njóta þess að gera þetta, fyrst og fremst.“ Sunna getur ekki farið með í bæinn á morgun vegna álags og margmennis en Sigurður segir stemmninguna í kringum hlaupið einstaka. „Fyrir okkur er þetta skemmtilegasti dagur ársins. Engin spurning,“ segir hann og Ólafur bætir við: „Kannski er þetta dagurinn sem við virkilega gefum af okkur, en við megum ekki gleyma að gefa af okkur hina 364 daga ársins.“
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira