Ólafur Darri: "Maður getur auðvitað aldrei ætlast til að fólk sé svona örlátt" Hrund Þórsdóttir skrifar 23. ágúst 2013 18:45 Sunna Valdís, sjö ára og Ólafur Darri eru miklir vinir og hleypur hann fyrir Sunnu í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í þrítugasta sinn á morgun og hátt í tólf þúsund manns hafa skráð sig. Áheitasöfnun hlaupsins, á hlaupastyrkur.is, gengur vonum framar og hafa safnast yfir 50 milljónir til góðgerðarmála, sem er met. Á toppnum trónir listamaðurinn Ólafur Darri Ólafsson, sem nálgast eina milljón króna. Hann ætlar tíu kílómetra og heitir á AHC samtökin fyrir vinkonu sína Sunnu Valdísi. Hún er eini Íslendingurinn með AHC sjúkdóminn sem veldur meðal annars lömunarköstum og er Sunna sjö ára en með þroska á við þriggja ára barn. Sunna tók ástfóstri við Ólaf og bjó til glæsileg klippimyndaplaköt af honum. „Þannig að ég hringdi svo í Darra og spurði hvort hann væri tilbúinn að koma og hitta litlu dóttur mína sem væri eltihrellir. Hún vildi endilega fá hann í kaffi, en hún væri bara svona krúttlegur eltihrellir,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu Valdísar, hlæjandi. Mikil vinátta tókst og ákvað Ólafur að safna peningum til rannsókna á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Hann hlakkar mikið til hlaupsins og kveðst þakklátur fyrir góð viðbrögð við söfnuninni. „Maður getur auðvitað aldrei ætlast til að fólk sé svona örlátt og gjafmilt en á sama tíma hafði ég alveg trú á því að við gætum náð þessu,“ segir Ólafur. Hann setti markið á að safna milljón en setur sér ekki tímatakmörk í hlaupinu. „Ég hef sex tíma til að komast í mark, ég er að pæla í að hafa þá fimm,“ segir hann og hlær. „Nei annars, ég ætla bara að njóta þess að gera þetta, fyrst og fremst.“ Sunna getur ekki farið með í bæinn á morgun vegna álags og margmennis en Sigurður segir stemmninguna í kringum hlaupið einstaka. „Fyrir okkur er þetta skemmtilegasti dagur ársins. Engin spurning,“ segir hann og Ólafur bætir við: „Kannski er þetta dagurinn sem við virkilega gefum af okkur, en við megum ekki gleyma að gefa af okkur hina 364 daga ársins.“ Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Reykjavíkurmaraþonið fer fram í þrítugasta sinn á morgun og hátt í tólf þúsund manns hafa skráð sig. Áheitasöfnun hlaupsins, á hlaupastyrkur.is, gengur vonum framar og hafa safnast yfir 50 milljónir til góðgerðarmála, sem er met. Á toppnum trónir listamaðurinn Ólafur Darri Ólafsson, sem nálgast eina milljón króna. Hann ætlar tíu kílómetra og heitir á AHC samtökin fyrir vinkonu sína Sunnu Valdísi. Hún er eini Íslendingurinn með AHC sjúkdóminn sem veldur meðal annars lömunarköstum og er Sunna sjö ára en með þroska á við þriggja ára barn. Sunna tók ástfóstri við Ólaf og bjó til glæsileg klippimyndaplaköt af honum. „Þannig að ég hringdi svo í Darra og spurði hvort hann væri tilbúinn að koma og hitta litlu dóttur mína sem væri eltihrellir. Hún vildi endilega fá hann í kaffi, en hún væri bara svona krúttlegur eltihrellir,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu Valdísar, hlæjandi. Mikil vinátta tókst og ákvað Ólafur að safna peningum til rannsókna á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Hann hlakkar mikið til hlaupsins og kveðst þakklátur fyrir góð viðbrögð við söfnuninni. „Maður getur auðvitað aldrei ætlast til að fólk sé svona örlátt og gjafmilt en á sama tíma hafði ég alveg trú á því að við gætum náð þessu,“ segir Ólafur. Hann setti markið á að safna milljón en setur sér ekki tímatakmörk í hlaupinu. „Ég hef sex tíma til að komast í mark, ég er að pæla í að hafa þá fimm,“ segir hann og hlær. „Nei annars, ég ætla bara að njóta þess að gera þetta, fyrst og fremst.“ Sunna getur ekki farið með í bæinn á morgun vegna álags og margmennis en Sigurður segir stemmninguna í kringum hlaupið einstaka. „Fyrir okkur er þetta skemmtilegasti dagur ársins. Engin spurning,“ segir hann og Ólafur bætir við: „Kannski er þetta dagurinn sem við virkilega gefum af okkur, en við megum ekki gleyma að gefa af okkur hina 364 daga ársins.“
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira