Enski boltinn

Campbell laus úr fangelsi og byrjaður að æfa

Campbell í leik gegn Blackburn.
Campbell í leik gegn Blackburn.
Framherjinn DJ Campbell var handtekinn á dögunum grunaður um að hafa átt þátt í hagræðingu á úrslitum knattspyrnuleikja. Hann er laus úr varðhaldi og farinn að æfa aftur með Blackburn.

Stjóri liðsins, Gary Bowyer, hefur staðfest að hann komi til greina í leikmannahóp liðsins um helgina en þá á Blackburn leik gegn Yeovil Town.

"Hann kom aftur til æfinga á þriðjudag og við verðum að meta ástand hans áður en við tökum ákvörðun um að velja hann í hópinn..

Campbell kom til Blackburn síðasta sumar og skrifaði þá undir tveggja ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×