Enski boltinn

Tottenham á eftir þjálfara Kolbeins

Frank de Boer.
Frank de Boer.
Það er mikið slúðrað um hver muni eiginlega taka við sem knattspyrnustjóri Tottenham í kjölfar þess að félagið ákvað að reka Andre Villas-Boas.

Hollendingurinn Frank de Boer, þjálfari Ajax sem Kolbeinn Sigþórsson leikur með, kom fljótt inn í umræðuna og þær getgátur virðast ekki hafa verið byggðar á sandi.

Umboðsmaður De Boer hefur staðfest að Tottenham hafi verið í sambandi við sig en ekki Ajax.

"Á meðan staðan er svona á ég ekki að tjá mig mikið. Frank er ekkert að hugsa um þetta, hann er aðeins að hugsa um Ajax," sagði umbinn.

Bráðabirgðastjórinn Tim Sherwood vill taka að sér starfið og svo er einnig búið að orða Fabio Capello og Michael Laudrup við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×